Dótturfélag Pipar/TBWA tekur yfir sögufræga skandinavíska hönnunarstofu Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 18:02 Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri TBWA\Norway og stjórnarformaður Pipar\TBWA, Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG og Nicolay Jernberg aðstoðarframkvæmdastjóri TBWA\Norway. Pipar TBWA\Norway, dótturfélag íslensku auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, hefur keypt rekstur hönnunarstofunnar Scandinavian Design Group (SDG). SDG hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er að sögn Pipar/TBWA meðal þekktustu hönnunarstofa á Norðurlöndunum. Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun