Dótturfélag Pipar/TBWA tekur yfir sögufræga skandinavíska hönnunarstofu Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 18:02 Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri TBWA\Norway og stjórnarformaður Pipar\TBWA, Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG og Nicolay Jernberg aðstoðarframkvæmdastjóri TBWA\Norway. Pipar TBWA\Norway, dótturfélag íslensku auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, hefur keypt rekstur hönnunarstofunnar Scandinavian Design Group (SDG). SDG hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er að sögn Pipar/TBWA meðal þekktustu hönnunarstofa á Norðurlöndunum. Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira