Jón Kaldal

Fréttamynd

Átti erindi til almennings

Fréttablaðið kappkostar að upplýsa lesendur sína og lætur þeim eftir að vega og meta þær upplýsingar sem koma fram í skrifum þess. Dómur Hæstaréttar er mikilvægur, en dómur lesenda er okkur enn mikilvægari.

Fastir pennar
Fréttamynd

Friðsamlegt er yfir nýjum meirihluta í Reykjavík: Skásti kosturinn

Fyrir íbúa Reykjavíkur er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn langskásti kosturinn í stöðunni og því fagnaðarefni út af fyrir sig. Það var mikið ofmat hjá Samfylkingunni í Reykjavík að meta stöðu sína svo sterka að útiloka fyrir kosningar, eitt framboða, samstarf við Sjálfstæðisflokk um stjórn höfuðborgarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þriðja leiðin

Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná saman eftir kosningar er kominn geysiöflugur meirihluti sem virkilega getur látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver fylgist með eftirlitinu?

Full ástæða er til að hafa áhyggjur af viðhorfi dómsmálaráðherra til þess hvernig eftirliti ríkisins með borgurunum er háttað því eftirlitsskylda með því að þær heimildir séu ekki misnotaðar liggur einmitt hjá dómsmálaráðuneytinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Listahátíð til fyrirmyndar

Listahátíð í Reykjavík var sett á föstudag í tuttugusta sinn. Sú fyrsta var haldin árið 1970, fjórum árum eftir að Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar. Það er um margt athyglisvert að bera saman þessar tvær menningarstofnanir sem eiga það sammerkt að vera menningarfyrirtæki sem eru fjármögnuð í bland með skattpeningum og sjálfsaflafé.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjölmiðlar á krossgötum

Uppspretta frétta er orðin margfalt fjölbreyttari en sú að fólk sæki eingöngu til blaða, ljósvakamiðla eða fréttasíðna á netinu þar sem atvinnumenn í fréttum vega og meta hvað telst fréttnæmt og deila því síðan út til lesenda sinna, hlustenda eða áhorfenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ánægjuleg tillitssemi við kjósendur

Í dag eru réttar þrjár vikur til kjördags í sveitastjórnarkosningum um land allt. Kosningabaráttan lætur þó enn lítið yfir sér. Varla er hægt að merkja að flokkarnir séu farnir að hita upp fyrir komandi átök að neinu marki, fyrir utan örfáar og frekar meinleysislegar gusur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttinn við hið óþekkta

Þvert á móti er erfitt að gera sér í hugarlund að íslenskt samfélag væri hreinlega starfshæft án erlends vinnuafls. Allt frá sjúkrahúsunum til byggingasvæða um land allt eru útlendingar ómissandi hjól til að halda vélinni gangandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að þreyta bráðina

Tuttugu ár eru liðin frá því einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn. Og það er ekki eins og Sjálfstlðisflokkurinn hafi ekki verið í kjöraðstöðu til að beita sér í málinu á því tímabili, því nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra, æðsti yfirmaður ríkisútvarps og ríkissjónvarps, kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Þeim mun sorglegra er að ekki hafi tekist að nýta tímann til að koma á sátt um hlutverk ríkismiðlanna með skýrri lagasetningu því vissulega hefur verið eftirspurn eftir slíkri aðgerð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikilvægur gluggi til fortíðar

Dagblaðasafn Sveins er einstakt í sinni röð en það samanstendur af öllum tölublöðum af Vísi, Dagblaðinu, DV, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu og er kirfilega innbundið, að stóru leyti í vandaðar leðurbækur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrýstingurinn eykst

Svigrúmið er vissulega til staðar því meira en helmingur þess sem er greitt fyrir hvern bensínlítra rennur beint í ríkissjóð. Og það er eitthvað stórlega bogið við að sú upphæð hækki um mörg hundruð milljónir á ári við að Bandaríkjamenn hóti Írönum ófriði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lækkið bensínið strax

Frumvarpið fékk ekki brautargengi en ef það hefði verið samþykkt hefði útsöluverð á bensíni og olíu lækkað um tæpar 5 krónur eða um 9 til 10 prósent. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að flest heimili munar um slíka lækkun, en meðal­bensínreikningur einnar fjölskyldu á ári er áætlaður um 400 þúsund krónur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnvöld götunnar

Vissulega hafa komið þær stundir að maður hefur óskað sér að þjóðin væri ögn blóðheitari, tæki höndum saman og héldi út á götu, eða niður á Austurvöll til að vera með smá uppsteyt, en á sama tíma getur maður ekki verið annað en ánægður með að við erum eins ólík Frökkum í þessari deild og hugsast getur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikilvægi Bandaríkjanna

Óvild í garð Bandaríkjanna er áberandi víða um Evrópu og auðvelt er að sjá ýmis merki um hana hér á landi. Væntanlegur viðskilnaður Varnarliðins verður örugglega olía á þann eld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki flýta jarðarförinni

Það má því allt eins stilla málinu upp þannig að ein afleiðing sé að þeir sem geti borgað fyrir aðgerðir sínar fái ekki aðeins fyrr bóta meina sinna heldur líka hinir þar sem biðlistarnir styttast. Allir gætu því mögulega notið góðs af þessu fyrirkomulagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innanlandsflugið til Keflavíkur

Að sama skapi er morgunljóst að hugmyndir um byggingu annars innanlandsflugvallar í allra næsta nágrenni höfuðborgarinnar, hvort sem það væri á Lönguskerjum eða annars staðar, eru úr sögunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Höldum hugvitinu heima

Samtök iðnaðarins hafa um nokkurt skeið kallað eftir samstarfi við stjórnvöld um stefnumótun um uppbyggingu hátækni á Íslandi. Samtökin hafa þegar bent á ýmis atriði sem þarfnast tafarlausra lagfæringa svo samkeppnisstaða hátækniiðnaðarins verði ekki síðri en í ýmsum nágrannalöndum okkar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrirmyndar Food and Fun

Uppgangur íslenskrar ferðaþjónustu hefur verið ævintýri líkastur. Í Ferðamálaáætlun 2006 til 2015, sem var unnin að frumkvæði Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og gefin út í fyrra, kemur fram að ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fjölgaði um 69 prósent á tímabilinu 1995 til 2004 á meðan sambærileg aukning í heiminum öllum var um 24 prósent.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einkavæðingarnefnd á leik

Erfitt er að skilja af hverju einkavæðingarnefnd hefur ekki verið tilbúin að leggja þær upplýsingar á borðið og taka þar með af öll tvímæli um að hún hafi starfað í góðri trú, óháð þeim efasemdum sem skjótt brotthvarf þýska smábankans úr hluthafahópi Búnaðarbankans hefur síðar vakið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Straumurinn stöðvast ekki

Í umræðum um byggðamál á Alþingi í síðustu viku var lagt til að taka ætti málaflokkinn af iðnaðarráðuneytinu og flytja til forsætisráðuneytisins. Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra fannst lítið til um málflutning kollega sinna á þingi og kallaði umræðuna "raus í átta klukkustundir".

Fastir pennar
Fréttamynd

Öryggislögregla ríkisins

Viðbrögðin við þessari tillögu dómsmálaráðherra eru hálf einkennileg. Annars vegar er talað um hana í hálfkæringi, eins og þetta sé eitthvað grín, "íslensk leyniþjónusta ha ha", eða af æsingi og með skömmum eins og hér eigi að fara að stunda stórfelldar njósnir um andstæðinga ríkisins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilagur réttur að finnast ekkert heilagt

Málið snýst nefnilega ekki lengur um birtingu teikninga í dönsku dagblaði heldur samstöðu um það frelsi til orðs og æðis sem er megineinkenni lýðræðisins. En það blása ekki aðeins naprir vindar um það frelsi að austan heldur einnig að vestan, frá landi hinna hugrökku og frjálsu, þar sem stríð gegn hryðjuverkum hefur á rétt ríflega fjórum árum leitt til algjörra umskipta í afstöðu stjórnmálamanna til mannréttinda og einkalífs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upplýsingar óskast um góðverk

Það hefur verið sagt um fjölmiðla að þeir geri ekki annað en að spegla það samfélag sem þeir eru hluti af. Þetta er vissulega rétt, en þar með er ekki sagt að fjölmiðlar geti skotið sér undan ábyrgð á því hvernig mynd þeir bregða upp af umhverfi sínu; hvort áherslan sé úr hófi á hið neikvæða og skelfilega í lífinu frekar en hið góða og jákvæða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Miðborgin og næturlífið

Þótt verslun í miðbænum hafi verið að sækja aftur í sig veðrið eru það þó barirnir og kaffihúsin sem hafa haldið lífi í miðborginni með því að færa þangað fólk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Boðberar aukinna ríkisafskipta

Það er í raun illskiljanlegt af hverju menntamálaráðherra hafnaði hugmynd stjórnarandstöðunnar um nýja fjölmiðlanefnd sem tæki fjölmiðlamarkaðinn í heild til skoðunar, þar með talið stöðu og hlutverk RÚV. Því hefur áður verið haldið hér fram að þátttaka ríkisljósvakamiðlanna á auglýsingamarkaði sé í raun samkeppnishindrun sem komi í veg fyrir að fleiri aðilar geti spreytt sig á ljósvakamarkaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ný viðmið um ábyrgð

Þeir sem krefjast þess af öðrum að taka ábyrgð verða að gera það sjálfir. Það færi aldrei sem svo að viðbrögð flokkanna í þessari viku væru ávísun á siðbót í íslenskum stjórnmálum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Þú ert það sem þú ofétur

Jafnvel vísindalegar rannsóknir á offitu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þörf mannsins til leyfa sér algera sóun endrum og eins, að henda peningum í vitleysu eða neyta í óhófi. Það má ekki líta á slíka túra sem ógæfuspor heldur sem skemmtun sem er okkur nauðsynleg til að við höldum geðheilsunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til atlögu gegn örorkuvæðingunni

Stóru tíðindin eru tekjutenging atvinnuleysisbóta og fyrirheit um sameiginlegt átak verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífsins og ríkisins við að vinda ofan af þeirri miklu fjölgun fólks sem ekki telst vinnufært og þiggur því örorkubætur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skattheimta og réttlæti

Það er vissulega fögur hugsun að samhliða tekjuöflun fyrir ríkissjóð sé markmið skattlagningar að auka réttlæti í þjóðfélaginu. Sú hugmyndafræði hjálpar aftur á móti þeim sem njóta minnstra tekna ekkert við að hækka tekjur sínar og bæta þar með afkomu sína. Háir tekjuskattar eru því ekkert annað en jöfnun lífsgæða niður á við.

Fastir pennar