Heilagur réttur að finnast ekkert heilagt 1. febrúar 2006 23:57 Því miður hafa Vesturlönd tapað öllu skyni á það sem er heilagt. Þessi orð er að finna í grein eftir franska guðfræðinginn Sohaib Bencheikh sem birtist í franska dagblaðinu France Soir í gær. Greinin er sett saman í tilefni af því stigvaxandi fári sem hefur farið um lönd múslima frá því að Jótlandspósturinn birti tólf skopteikningar af Múhameð spámanni fyrir fjórum mánuðum. Franska guðfræðingnum er ekki skemmt og í grein sinni segir hann að finna verði mörkin milli tjáningarfrelsisins og réttarins til að vernda það sem heilagt er. Því miður er þetta ekki hægt því grundvallarhugmyndin á bak við tjáningarfrelsið er einmitt sá heilagi réttur að finnast ekkert vera heilagt. Og þessu eru ritstjórar France Soir greinilega sammála frekar en skoðunum pistlahöfundar síns því á forsíðu blaðsins í gær var birt skopmynd af guði búddista, gyðinga, kristinna og múslima undir fyrirsögninni Já, við höfum rétt til að skopast að guði. Inni í blaðinu endurbirtu þeir síðan teikningar Jótlandspóstsins til að undirstrika enn fremur mikilvægi tjáningarfrelsisins í vestrænu samfélagi. Hér er því spáð að á næstu dögum munu enn fleiri vestrænir fjölmiðlar bætast í þetta varnarlið tjáningarfrelsisins sem er einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélaga. Það er full ástæða til að verja það frelsi af ákefð hvort sem maður hefur smekk og húmor fyrir gríni Jótlandspóstsins eða ekki. Fleiri blöð í Evrópu gerðu það sama í gær. Ritstjórar þýska blaðsins Die Welt settu eina af dönsku teikningunum á forsíðuna og landar þeirra á Berliner Zeitung birtu tvær myndir á innsíðum blaðsins. Hér er því spáð að á næstu dögum munu enn fleiri vestrænir fjölmiðlar bætast í þetta varnarlið tjáningarfrelsisins sem er einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélaga. Það er full ástæða til að verja það frelsi af ákefð hvort sem maður hefur smekk og húmor fyrir gríni Jótlandspóstsins eða ekki. Sigurður Örn Brynjólfsson, höfundur teiknimyndasögunnar Pú og Pa, sem birtist daglega í Fréttablaðinu, blandar sér í leikinn í dag og er nokkuð víst að margir kollegar hans víða um heim eiga eftir að gera það líka. Málið snýst nefnilega ekki lengur um birtingu teikninga í dönsku dagblaði heldur samstöðu um það frelsi til orðs og æðis sem er megineinkenni lýðræðisins. En það blása ekki aðeins naprir vindar um það frelsi að austan heldur einnig að vestan, frá landi hinna hugrökku og frjálsu, þar sem stríð gegn hryðjuverkum hefur á rétt ríflega fjórum árum leitt til algjörra umskipta í afstöðu stjórnmálamanna til mannréttinda og einkalífs. Evrópa með allri sinni menningarlegu fjölbreytni verður að spyrna við fótum. Til þess þarf þó að verða ákveðin hugarfarsbreyting. Ein helsta orsök innflytjendavandans, sem mörg ríki í Evrópu glíma við, er ákveðin gerð af eftirlátssemi við nýja íbúa álfunnar. Sú hugmynd að hægt sé að gefa innflytjendum afslátt af ríkjandi réttindum ef þau stangast á við siði og lífsreglur sem þeir koma með sér frá gamla landinu, hefur orðið til að skapa einangruð samfélög innan samfélagsins. Dæmi frá Hollandi, Danmörku og fleiri löndum benda til að það sé að vera ákveðin hugarfarsbreyting í þessum efnum enda ljóst að eitthvað verður að breytast. Tjáningarfrelsið er þó örugglega ekki eitt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman Skoðun
Því miður hafa Vesturlönd tapað öllu skyni á það sem er heilagt. Þessi orð er að finna í grein eftir franska guðfræðinginn Sohaib Bencheikh sem birtist í franska dagblaðinu France Soir í gær. Greinin er sett saman í tilefni af því stigvaxandi fári sem hefur farið um lönd múslima frá því að Jótlandspósturinn birti tólf skopteikningar af Múhameð spámanni fyrir fjórum mánuðum. Franska guðfræðingnum er ekki skemmt og í grein sinni segir hann að finna verði mörkin milli tjáningarfrelsisins og réttarins til að vernda það sem heilagt er. Því miður er þetta ekki hægt því grundvallarhugmyndin á bak við tjáningarfrelsið er einmitt sá heilagi réttur að finnast ekkert vera heilagt. Og þessu eru ritstjórar France Soir greinilega sammála frekar en skoðunum pistlahöfundar síns því á forsíðu blaðsins í gær var birt skopmynd af guði búddista, gyðinga, kristinna og múslima undir fyrirsögninni Já, við höfum rétt til að skopast að guði. Inni í blaðinu endurbirtu þeir síðan teikningar Jótlandspóstsins til að undirstrika enn fremur mikilvægi tjáningarfrelsisins í vestrænu samfélagi. Hér er því spáð að á næstu dögum munu enn fleiri vestrænir fjölmiðlar bætast í þetta varnarlið tjáningarfrelsisins sem er einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélaga. Það er full ástæða til að verja það frelsi af ákefð hvort sem maður hefur smekk og húmor fyrir gríni Jótlandspóstsins eða ekki. Fleiri blöð í Evrópu gerðu það sama í gær. Ritstjórar þýska blaðsins Die Welt settu eina af dönsku teikningunum á forsíðuna og landar þeirra á Berliner Zeitung birtu tvær myndir á innsíðum blaðsins. Hér er því spáð að á næstu dögum munu enn fleiri vestrænir fjölmiðlar bætast í þetta varnarlið tjáningarfrelsisins sem er einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélaga. Það er full ástæða til að verja það frelsi af ákefð hvort sem maður hefur smekk og húmor fyrir gríni Jótlandspóstsins eða ekki. Sigurður Örn Brynjólfsson, höfundur teiknimyndasögunnar Pú og Pa, sem birtist daglega í Fréttablaðinu, blandar sér í leikinn í dag og er nokkuð víst að margir kollegar hans víða um heim eiga eftir að gera það líka. Málið snýst nefnilega ekki lengur um birtingu teikninga í dönsku dagblaði heldur samstöðu um það frelsi til orðs og æðis sem er megineinkenni lýðræðisins. En það blása ekki aðeins naprir vindar um það frelsi að austan heldur einnig að vestan, frá landi hinna hugrökku og frjálsu, þar sem stríð gegn hryðjuverkum hefur á rétt ríflega fjórum árum leitt til algjörra umskipta í afstöðu stjórnmálamanna til mannréttinda og einkalífs. Evrópa með allri sinni menningarlegu fjölbreytni verður að spyrna við fótum. Til þess þarf þó að verða ákveðin hugarfarsbreyting. Ein helsta orsök innflytjendavandans, sem mörg ríki í Evrópu glíma við, er ákveðin gerð af eftirlátssemi við nýja íbúa álfunnar. Sú hugmynd að hægt sé að gefa innflytjendum afslátt af ríkjandi réttindum ef þau stangast á við siði og lífsreglur sem þeir koma með sér frá gamla landinu, hefur orðið til að skapa einangruð samfélög innan samfélagsins. Dæmi frá Hollandi, Danmörku og fleiri löndum benda til að það sé að vera ákveðin hugarfarsbreyting í þessum efnum enda ljóst að eitthvað verður að breytast. Tjáningarfrelsið er þó örugglega ekki eitt af því.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun