HM karla í handbolta 2023
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/80601483767C1944A242105F55544B7DFAA8983736085A4020D13BF967A2ACF5_308x200.jpg)
HM í dag: Mótið gert upp og einkunnir gefnar
Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM 2023 í Svíþjóð. Árangur liðsins stóðst hvorki væntingar liðsins né þjóðarinnar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7B6D44195FDEAD004D475E8E71E3A4BE12A87EDBBCFE98E87158E2748A630CF8_308x200.jpg)
Íslensku strákarnir sendu sænska liðstjórann hlaupandi á hótelið í miðjum leik
Íslensku strákarnir voru ekki til mikilla vandræða fyrir leikmenn sænska landsliðsins á þessu heimsmeistaramóti en þeir létu í það minnsta sænska liðsstjórann svitna í leik liðanna á föstudaginn.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/4E91F25665587C4E32C336ABABE7790404F23EB112D31CC5DF35596A99246D36_308x200.jpg)
Dagur Sig vildi ekki sjá það að Bjarki fengi hrós fyrir mótið
Bjarki Már Elísson hefur fengið hrós fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu. Einn færasti þjálfari landsins er ekki sammála því að hann fái slíkt hrós.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C511551BA178E4FF1222B18F2CFD2ECFC88B600F34BB3BDBE8C5796E17930FED_308x200.jpg)
Sjáðu kveðjustund strákanna okkar í Scandinavium
Strákarnir okkar björguðu andlitinu í seinni hálfleik á móti Brasilíu og fengu söng að launum í leikslok.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/F5604B8496D5C8694C663E37A64115E717925F07134B1013CC54536CBFA13DA8_308x200.jpg)
„Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið“
Theódór Ingi Pálmason var gestur í nýjasta Handkastinu þar sem umræðuefnið var uppgjör á heimsmeistaramótinu í handbolta sem endaði hjá íslenska landsliðinu í gær.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DE5D8B9EA85DBA4FA8862097660E731667D9CA0EC9EAA51F9628965F0AE829C1_308x200.jpg)
Koss að leiðarlokum: Myndir frá kveðjustund strákanna okkar í gær
Sjötti og síðasti leikur Íslands á HM í handbolta endaði með fjögurra marka sigri í Gautaborg í gær en kom ekki í veg fyrir að íslenska liðið er úr leik á mótinu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B68C86F9364DFA442E3C163E1F2443792963A855A80F7391B2F86F7B823219E8_308x200.jpg)
„Ótrúleg vonbrigði að hafa ekki náð lengra“
„Góð tilfinning að vinna í dag. Við vissum svo sem fyrir leik að við værum á leiðinni heim og það var ekkert að fara breytast,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir fjögurra marka sigur Íslands á Brasilíu fyrr í kvöld.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/96F794B9A6A8F082F488ACECD625CF98DBE0B22676D3C0705A9CD34C44CC1590_308x200.jpg)
Skýrsla Stefáns: Átján skelfilegum mínútum frá þessu
Það lá fyrir að Ísland myndi ekki komast í 8-liða úrslitin fyrir leikinn gegn Brasilíu. Lokaleikurinn í milliriðlinum og aðeins undir í hvaða sæti liðið endar á mótinu. Það gæti skipt máli upp á að komast í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/55588B145AA1CEBAE895E84CA048EA119C635CAD3E07836AC83B90DE9C08EDA7_308x200.jpg)
Frakkar ósigraðir í átta liða úrslit
Frakkland og Spánn mættust í toppslag milliriðils eitt á HM í handbolta. Frakkar unnu leikinn 28-26 og þar með riðilinn. Fyrir leik höfðu bæði lið unnið alla sína leiki á mótinu og því varð eitthvað undan að láta.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/13C583A1B183C31C80592DF616189A6CA3E99D1B5781FC6C72EEA9456AB0EF8B_308x200.jpg)
Svíar í átta liða úrslit með fullt hús stiga
Svíþjóð vann Portúgal í síðasta leik milliriðils tvö og er þar með komið í átta liða úrslit HM í handbolta með fullt hús stiga.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/063C481FC39F97D9BA7EB64D3695B2E60E195279AF86D02A1E8C54849FAB29FB_308x200.jpg)
„Hundfúlir að fara ekki lengra“
„Fyrir leikinn vissum við að við værum úr leik þannig að auðvitað vildum við enda þetta með sigri. Sérstaklega fyrir fólkið okkar í stúkunni sem er mætt að horfa á, og hvetja, okkur. Það er stuðningurinn sem stendur upp úr á þessu móti,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands í síðasta leik milliriðils á HM í handbolta.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/77CB5D16FCA0F3A0171686B6ACF83D897134071BC7B9560B0B2E2E333A5A9B02_308x200.jpg)
„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“
Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/3524C5B09130DDDF72503D5B84DE96AA61872D77724046A782CDD3B7D929F6F7_308x200.jpg)
„Alltaf auðvelt að vera vitur eftir á“
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigurinn en ekki árangur Íslands á HM enda hefur liðið lokið keppni.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C247B53D2D776B3493185B61A6AB0F7C1F174D13F428A95C0AB2E489FBF14525_308x200.jpg)
Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir
Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B744E13962E257B444BA8F8B3B73E857FB3F20D9EFD6A04C7B048FA76AA20AA7_308x200.jpg)
Twitter yfir kaflaskiptum leik gegn Brasilíu: „Donni var utan hóps í fyrstu þremur leikjum mótsins“
Ísland vann Brasilíu með fjögurra marka mun í síðasta leik liðsins á HM í handbolta. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit í síðari hálfleik og vann leikinn 41-37.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/2D5B3CBFF8D5F7A02C19086725C857E6D69D53AA5CF1FCF7CA9E2463F8561B65_308x200.jpg)
Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/49E29138DE82792327FE84224BB87A289A0784002964151D1FD76B1D2AA32A20_308x200.jpg)
Umfjöllun: Brasilía - Ísland 37-41 | Eftirminnilegur viðsnúningur í 78 marka leik
Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Brasilíu, 37-41, í lokaleik sínum á HM í Svíþjóð og Póllandi í dag. Brassar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 22-18, en Íslendingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik sem þeir unnu, 23-15.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/9D818675F5E37FCE646D4FC6D7F60207D4D85C02992E09F1BE7A8AAEAB3DF9E9_308x200.jpg)
Slóvenar tryggðu sér þriðja sætið
Slóvenar tryggðu sér þriðja sæti milliriðils I er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Svartfjallalandi í dag, 31-23.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DFD0BFA57E2A2C039959D7AC71EAED55612BB59C764CC401370ED4F3516CEACE_308x200.jpg)
Umfjöllun: Grænhöfðaeyjar - Ungverjaland 30-42 | Vonir Íslands úr sögunni
Ísland á ekki lengur möguleika á að komast í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta karla. Þetta var ljóst eftir stórsigur Ungverjalands á Grænhöfðaeyjum, 30-42, í fyrsta leik dagsins í milliriðli II.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/F3703FE7C8BF68AF653A6BB5E3341D7AAC5C2E40994C67CC1EEE120CD9CFD545_308x200.jpg)
Myndasyrpa: Stuð í síðasta teitinu í Gautaborg
Ísland spilar sinn síðasta leik á HM á eftir er strákarnir okkar mæta Brasilíu. Þeir munu fá góðan stuðning úr stúkunni.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/62E8D8C663F486A3418B2B112137F56994C4F3C7D6CFE1182E7C1F8DCDFAC8BB_308x200.jpg)
Þetta er það sem þarf að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit
Eftir tap íslenska karlalandsliðsins gegn Svíum síðastliðinn föstudag er draumur liðsins um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins nánast úr sögunni. Þó er enn vonarglæta og hér fyrir neðan verður farið yfir það sem þarf að ganga upp svo liðið komist áfram.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/CDC0068D5E02569B42A68E34E889243CF38FACBC472A248E30332671D609B822_308x200.jpg)
„Stundum gott að hætta að hugsa um handbolta“
„Það er virkilega þung stemning og menn gríðarlega svekktir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson á liðshóteli Íslands í gær en þá voru drengirnir að sleikja sárin eftir tapið gegn Svíum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/5A728407751D04E526C619283F2F5655DF0B0EE319560FE970C2F60E0C319B90_308x200.jpg)
HM í dag: Síðasti dansinn í Gautaborg
Lokadagur milliriðilsins í Gautaborg fer fram í dag og líkurnar á áframhaldandi þátttöku strákanna okkar á mótinu eru litlar sem engar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/5388C6F1ED6F31343C5A30E8233CFEE5C252D286A4351A9191DB468242BBD0FC_308x200.jpg)
„Vonbrigði að komast ekki lengra en þetta“
„Það var bara mjög gaman að koma inn í liðið og gott að fá sénsinn og traustið og mér fannst ég standa mig ágætlega,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður landsliðsins í handbolta, í viðtali við Vísi og Stöð 2 á hóteli landsliðsins í Gautaborg í gær.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DA44A020D85E437DD0B5F4580F47AA40A48B41D804D4B4C309B34AC9E5C974D5_308x200.jpg)
„Ég hef ekki upplifað svona stemningu áður“
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var boginn en ekki brotinn eftir tapið sára gegn Svíum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/3382EC09B03C6B52FF82C663B43338166B10076E3DAE26AEA9375515EB54B82C_308x200.jpg)
Þýskaland í átta liða úrslit
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta eru komnir í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Danmörk er hársbreidd frá sæti í 8-liða úrslitum en Danir unnu þægilegan sigur á Bandaríkjunum í kvöld.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/702FC60787199CC0B3561EC78FCDBDCB3FAC3CDD2730E7ACF6EC02A67B9782FD_308x200.jpg)
Norðmenn örugglega í átta liða úrslit
Noregur er komið í 8-liða úrslit HM í handbolta þökk sé mjög svo öruggum sigri á Katar í milliriðli þrjú. Þá vann Króatía þægilegan sigur á Belgíu í milliriðli fjögur.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/3C1C6B3AC88704FF04129A053FFDFEA0DF8E92A27BF597BE9CB40C46B59FF9C3_308x200.jpg)
Egyptar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum og vonir Arons orðnar að engu
Egyptaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í bareinska landsliðinu í dag, 26-22. Egyptar eru því á leið í hreinan úrslitaleik gegn Dönum um efsta sæti milliriðils fjögur.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/698D5EEA3CDEEB965F632F9418A69F4850FAF24D7461368C74D8826427D5CD30_308x200.jpg)
„Er bara eitt stórt spurningamerki“
„Það var ömurleg tilfinning að sitja upp í stúku og horfa á leikinn. Það er ekkert verra að vera ekki í handboltaskónum og búningnum og geta ekki hjálpað liðinu,“ segir Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í viðtali við Vísi og Stöð 2 á hóteli landsliðsins í Gautaborg í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/004080E9B63003DC55DE43ABFE44594B58C0EE39CBC3FCF51A21AD639690D974_308x200.jpg)
Ómar Ingi tognaði í þríhöfða og gat ekki kastað
Ómar Ingi Magnússon gat lítið spilað gegn Svíum í gær vegna meiðsla og hann verður ekki með í leiknum gegn Brasilíu á morgun.