

Ísland er í riðli með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi á Evrópumóti karla í handbolta sem fram fer frá 15. janúar til 2. febrúar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Roland Val Eradeze sem markmannsþjálfara A-landsliðs karla. Hann var í teymi Íslands á HM en hefur nú verið formlega ráðinn. HSÍ greindi frá þessu í dag, mánudag.
Það verður dregið í riðla fyrir EM 2026 í vikunni og nú er ljóst að strákarnir okkar verða í öðrum styrkleikaflokki.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Georgíu, 33-21, í Laugardalshöll í dag.Leikurinn var síðasti leikur landsliðsins í undankeppni EM 2026 og sigraði íslenska liðið alla sex leikina sína í riðlinum. Fyrir leik voru bæði lið örugg áfram á lokamótið og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, að leikurinn hafi litast af því.
Undankeppni Evrópumóts karla í handbolta lauk í dag en íslenska landsliðið vann þá sannfærandi tólf marka sigur í sínum síðasta leik. Ísland komst örugglega á EM alveg og lið allra íslensku þjálfanna en þau voru nokkur að berjast fyrir farseðli sínum í dag.
Ísland lagði Bosníu ytra í undankeppni EM 2026 nú í kvöld. Svo fór að lokum að Ísland vann afar sannfærandi níu marka sigur. Lokatölur 34-25 fyrir Ísland. Íslenska liðið tryggði sig á EM í fjórum leikjum en hefur nú unnið alla fimm leiki sína í undankeppninni.
Ráðning Handknattleikssambands Íslands á Þóri Hergeirssyni í stöðu ráðgjafa í afreksmálum hefur vakið athygli í handboltaheiminum og er víða fjallað um hana, sérstaklega á Norðurlöndum.
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Bosníu ytra í kvöld, klukkan 18 að íslenskum tíma, í næstsíðasta leik Íslands í undankeppni EM.
Bjarki Már Elísson hefur verið kallaður inn í landsliðið fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM í handbolta.
HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta.
Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar, hefur verið ráðinn til Handknattleikssambands Íslands sem sérlegur ráðgjafi þess. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi við Hlíðarenda í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið nítján manna landsliðshóp fyrir tvo síðustu leiki Íslands í undankeppni EM karla í handbolta. Einn nýliði úr Olís-deildinni er í hópnum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu í byrjun næsta árs og varð um leið aðeins fimmta þjóðin sem gulltryggir farseðil sinn á EM 2026.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti á Evrópumótinu í handbolta árið 2026.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, var léttur í lund eftir sigur á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Ísland vann gríska liðið í annað sinn á fjórum dögum, að þessu sinni með tólf marka mun, 33-21.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM með öruggum sigri á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen.
Snorri Steinn Guðjónsson getur komið íslenska karlalandsliðinu í handbolta inn á Evrópumótið á næsta ári með sigri á Grikkjum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hvaða leikmenn mæta Grikkjum í Laugardalshöllinni í dag.
Markvörðurinn Ísak Steinsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir karlalandsliðið í handbolta í sigri á Grikkjum í undankeppni EM í vikunni. Næst á dagskrá er frumraun hans í Höllinni.
„Það er alltaf gott að komast heim. Við spiluðum góðan leik en gerðum nokkur mistök sem við getum bætt. Við ætlum að gera það fyrir leikinn á morgun og erum bara vel stemmdir,“ segir Andri Már Rúnarsson, landsliðsmaður í handbolta, fyrir leik Íslands við Grikkland í Laugardalshöll á morgun.
„Það er langt síðan ég hef verið hérna þannig að það er gott að vera kominn aftur,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sem er mættur aftur í íslenska handboltalandsliðið og skoraði sex mörk gegn Grikkjum í öruggum sigri á miðvikudaginn.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta getur núna formlega tryggt sér farseðilinn á EM með sigri gegn Grikklandi í Laugardalshöll á laugardaginn. Hörð barátta er hins vegar um að fylgja Íslandi upp úr 3. riðli undankeppninnar.
Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason var heilt yfir ánægður með leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan níu marka sigur er liðið sótti það gríska heim í undankeppni EM 2026 í dag, 25-34.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, stýrir löskuðu liði sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni EM síðar í dag. Töluverð meiðsli herja á íslenska hópinn en Snorri kveðst hafa trú á þeim mönnum sem eru til staðar.
Gríðarlega mikið er um forföll í íslenska landsliðshópnum sem mætir Grikklandi ytra í dag klukkan 17. HSÍ hefur nú gefið út hvaða sextán leikmenn spila leikinn.
Aðstæður karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Grikklandi eru ekki upp á marga fiska. Vængbrotið lið mætir Grikkjum í Chalkida í undankeppni EM í dag.
Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni Evrópumóts karla í handbolta á miðvikudag.