Hagar Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. Innlent 9.1.2025 11:45 Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Kaldbakur ehf., tiltölulega nýstofnað félag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja hf., hefur keypt fjórar milljónir hluta í Högum hf., sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, fyrir 400 milljónir króna. Viðskipti innlent 2.12.2024 13:52 Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. Viðskipti innlent 27.11.2024 16:59 Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Formgalli varð til þess að ákvörðun Neytendastofu um að sekta Hagkaup um 850 þúsund krónur var felld niður að hluta. Hagkaup sitja samt sem áður uppi með 400 þúsund króna stjórnvaldssekt. Neytendur 25.11.2024 15:05 Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendastofa hefur slegið á putta Olís og Orkunnar fyrir fullyrðingar í auglýsingum um að eldsneyti stöðvanna væri kolefnisjafnað. Auglýsingarnar hafi gefið það í skyn að eldsneytisviðskipti neytenda hefðu engin áhrif á umhverfið. Neytendur 21.11.2024 11:17 Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni. Innherji 22.10.2024 10:15 Stærsti lífeyrissjóðurinn lagðist gegn tillögum Gildis að kaupréttarkerfum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti lífeyrissjóður landsins, studdi ekki breytingartillögur sem Gildi vildi ná fram á kaupréttarkerfum fyrir stjórnendur Heima og Haga á hluthafafundum í lok síðasta mánaðar. Tillögur stjórna félaganna voru þess í stað samþykktar af LSR og meirihluta fjárfesta. Innherji 23.9.2024 15:34 Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Viðskipti innlent 12.9.2024 14:13 Hagkaup hefur áfengissölu í dag Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins. Viðskipti innlent 12.9.2024 09:54 Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Forsvarsmenn Bónuss og Jysk hafa samið við Reiti um verslunarhúsnæði í Korputúni. Vegagerð er þegar hafin í nýju atvinnuhverfinu, sem rísa mun við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Svæðið tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ þar sem fyrirhuguð er umfangsmikil uppbygging nýs íbúðahverfis. Viðskipti innlent 9.9.2024 10:54 Stærsti hluthafinn studdi Gildi og lagðist gegn kaupréttarkerfi Heima Þótt stjórn Heima hafi gert verulegar breytingar á upphaflegum tillögum sínum að kaupréttaáætlun til handa lykilstjórnendum eftir að hafa mætt andstöðu frá Gildi þá lagðist stærsti hluthafi fasteignafélagsins, Brú lífeyrissjóður, gegn innleiðingu á slíkum kaupréttum en laut í lægra haldi fyrir meirihluta hluthafa. Lífeyrissjóðurinn fylkti sér jafnframt að baki Gildi í andstöðu við tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi sem var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta á hluthafafundi í liðinni viku. Innherji 4.9.2024 15:51 Gagnrýnir umbun stjórnenda ef ávöxtun „nær að skríða“ yfir áhættulausa vexti Stærsti hluthafi Haga var gagnrýninn á „umfang og útfærslu“ nýs kaupréttarkerfis smásölurisans og beindi þeirri spurningu til stjórnar félagsins á nýafstöðnum hluthafafundi af hverju hún teldi rétt að umbuna lykilstjórnendum með kaupréttum ef þeir næðu að skila ávöxtun sem væri vel undir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Tillaga stjórnar Haga, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, að kaupréttarkerfi var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta. Innherji 31.8.2024 15:42 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Neytendur 22.8.2024 17:09 Opið bréf til stjórnarformanns Haga Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Skoðun 15.8.2024 12:30 Árið fór vel af stað hjá Högum og aðstæður fara batnandi Árið fór vel af stað hjá fyrirtækjum í samstæðu Haga með aukinni framlegð og bættri afkomu milli ára, að sögn forstjóra móðurfélagsins, sem nefndi að tekjur væru að aukast en verðbólga hefði í þeim efnum æ minni áhrif. „Stór skýring á bættri afkomu liggur í sterkari rekstri Olís á fjórðungnum.“ Innherji 1.7.2024 15:57 Íbúar óánægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Innlent 7.6.2024 15:00 Mímir nýr forstöðumaður hjá Högum Mímir Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum, en staðan er ný innan samstæðunnar. Viðskipti innlent 6.5.2024 09:48 Magnús aðstoðar Finn í nýju hlutverki Magnús Magnússon hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra Haga, en um nýtt hlutverk innan samstæðu Haga er að ræða. Viðskipti innlent 7.3.2024 10:20 Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ Innherji 12.1.2024 13:53 Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. Innlent 21.12.2023 17:05 Ingunn tekur við Olís af Frosta Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum Viðskipti innlent 31.10.2023 16:41 Forstjóri Haga hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðslu Teikn eru á lofti um að hægt hefur á verðhækkunum á innfluttri dagvöru, segir forstjóri Haga, en hann hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðsluvöru. Innherji 19.10.2023 15:01 Guðmundur hættir aftur hjá Bónus Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin. Viðskipti innlent 27.9.2023 16:29 Hagar ráða forstöðumann sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga. Viðskipti innlent 12.9.2023 08:37 Lægra olíuverð dró niður afkomu Haga Hagnaður Haga dróst saman um 30 prósent á milli ára og nam 653 milljónum króna á fyrsta árfjórðungi. Stjórnendur segja að á tímabilinu sem sé til samanburðar hafi afkoman verið „óvenju sterk“. Í ljósi þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert á milli ára, en það leiðir til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda, dróst rekstrarhagnaður Olís saman um 63 prósent á milli ára. Innherji 29.6.2023 13:02 Hagar högnuðust um tæplega 700 milljónir Hagnaður Haga á fyrsta fjórðingi ársins var 653 milljónir króna, tæplega þrjú hundruð milljónum króna minni en á síðasta ári. Forstjórinn segir starfsemi félagsins heilt yfir hafa gengið vel. Viðskipti innlent 28.6.2023 19:29 Uppgjör smásala sýna að þeir eru ekki að maka krókinn á tímum verðbólgu Verðmatsgengi Haga er 14 prósentum yfir markaðsgengi þrátt fyrir nokkra lækkun á matinu sem gert var eftir að verslunarsamsteypan birti síðasta uppgjör. Hlutabréfagreinandi segir að miðað við fréttaflutning mætta halda smásölufyrirtæki væru að svíngræða á tímum verðbólgu en uppgjör sýni að svo sé ekki. Innherji 10.5.2023 15:45 Snúnasti fjórðungur í verslun í manna minnum að baki en staðan fer batnandi Mánuðirnir frá desember til febrúar voru þeir snúnustu í verslunarrekstri sem elstu menn muna. Verðhækkanir voru tíðari og „miklu hærri en við höfum séð áður“. Staðan er þó að „aðeins að batna“, að sögn forstjóra Haga, „tilfinningin er að takturinn í verðhækkunum á matvöru sé að hægjast“. Aðfangaverð er þó enn að hækka en „ekki eins ört og í kringum áramótin.“ Innherji 28.4.2023 14:00 Festi skoðar sölu á 60 prósenta hlut sínum í Olíudreifingu Festi, sem meðal annars er móðurfélag N1, skoðar nú hvort selja eigi 60 prósenta hlut sinn í Olíudreifingu. Að sögn stjórnenda Festi er um að ræða „frumskoðun á framtíðareignarhaldi“ félagsins, sem er undir ströngum skilyrðum af hálfu Samkeppniseftirlitsins, en eftirstandandi hlutur er í eigu Olís. Innherji 29.3.2023 15:05 Elísabet til Haga Elísabet Austmann hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum hf. Til viðbótar við störf tengdum nýsköpunar- og markaðsmálum mun Elísabet einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og samskiptamálum Haga á breiðum grunni. Viðskipti innlent 9.3.2023 11:41 « ‹ 1 2 ›
Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. Innlent 9.1.2025 11:45
Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Kaldbakur ehf., tiltölulega nýstofnað félag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja hf., hefur keypt fjórar milljónir hluta í Högum hf., sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, fyrir 400 milljónir króna. Viðskipti innlent 2.12.2024 13:52
Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. Viðskipti innlent 27.11.2024 16:59
Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Formgalli varð til þess að ákvörðun Neytendastofu um að sekta Hagkaup um 850 þúsund krónur var felld niður að hluta. Hagkaup sitja samt sem áður uppi með 400 þúsund króna stjórnvaldssekt. Neytendur 25.11.2024 15:05
Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendastofa hefur slegið á putta Olís og Orkunnar fyrir fullyrðingar í auglýsingum um að eldsneyti stöðvanna væri kolefnisjafnað. Auglýsingarnar hafi gefið það í skyn að eldsneytisviðskipti neytenda hefðu engin áhrif á umhverfið. Neytendur 21.11.2024 11:17
Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni. Innherji 22.10.2024 10:15
Stærsti lífeyrissjóðurinn lagðist gegn tillögum Gildis að kaupréttarkerfum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti lífeyrissjóður landsins, studdi ekki breytingartillögur sem Gildi vildi ná fram á kaupréttarkerfum fyrir stjórnendur Heima og Haga á hluthafafundum í lok síðasta mánaðar. Tillögur stjórna félaganna voru þess í stað samþykktar af LSR og meirihluta fjárfesta. Innherji 23.9.2024 15:34
Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Viðskipti innlent 12.9.2024 14:13
Hagkaup hefur áfengissölu í dag Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins. Viðskipti innlent 12.9.2024 09:54
Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Forsvarsmenn Bónuss og Jysk hafa samið við Reiti um verslunarhúsnæði í Korputúni. Vegagerð er þegar hafin í nýju atvinnuhverfinu, sem rísa mun við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Svæðið tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ þar sem fyrirhuguð er umfangsmikil uppbygging nýs íbúðahverfis. Viðskipti innlent 9.9.2024 10:54
Stærsti hluthafinn studdi Gildi og lagðist gegn kaupréttarkerfi Heima Þótt stjórn Heima hafi gert verulegar breytingar á upphaflegum tillögum sínum að kaupréttaáætlun til handa lykilstjórnendum eftir að hafa mætt andstöðu frá Gildi þá lagðist stærsti hluthafi fasteignafélagsins, Brú lífeyrissjóður, gegn innleiðingu á slíkum kaupréttum en laut í lægra haldi fyrir meirihluta hluthafa. Lífeyrissjóðurinn fylkti sér jafnframt að baki Gildi í andstöðu við tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi sem var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta á hluthafafundi í liðinni viku. Innherji 4.9.2024 15:51
Gagnrýnir umbun stjórnenda ef ávöxtun „nær að skríða“ yfir áhættulausa vexti Stærsti hluthafi Haga var gagnrýninn á „umfang og útfærslu“ nýs kaupréttarkerfis smásölurisans og beindi þeirri spurningu til stjórnar félagsins á nýafstöðnum hluthafafundi af hverju hún teldi rétt að umbuna lykilstjórnendum með kaupréttum ef þeir næðu að skila ávöxtun sem væri vel undir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Tillaga stjórnar Haga, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, að kaupréttarkerfi var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta. Innherji 31.8.2024 15:42
Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Neytendur 22.8.2024 17:09
Opið bréf til stjórnarformanns Haga Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Skoðun 15.8.2024 12:30
Árið fór vel af stað hjá Högum og aðstæður fara batnandi Árið fór vel af stað hjá fyrirtækjum í samstæðu Haga með aukinni framlegð og bættri afkomu milli ára, að sögn forstjóra móðurfélagsins, sem nefndi að tekjur væru að aukast en verðbólga hefði í þeim efnum æ minni áhrif. „Stór skýring á bættri afkomu liggur í sterkari rekstri Olís á fjórðungnum.“ Innherji 1.7.2024 15:57
Íbúar óánægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Innlent 7.6.2024 15:00
Mímir nýr forstöðumaður hjá Högum Mímir Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum, en staðan er ný innan samstæðunnar. Viðskipti innlent 6.5.2024 09:48
Magnús aðstoðar Finn í nýju hlutverki Magnús Magnússon hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra Haga, en um nýtt hlutverk innan samstæðu Haga er að ræða. Viðskipti innlent 7.3.2024 10:20
Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ Innherji 12.1.2024 13:53
Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. Innlent 21.12.2023 17:05
Ingunn tekur við Olís af Frosta Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum Viðskipti innlent 31.10.2023 16:41
Forstjóri Haga hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðslu Teikn eru á lofti um að hægt hefur á verðhækkunum á innfluttri dagvöru, segir forstjóri Haga, en hann hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðsluvöru. Innherji 19.10.2023 15:01
Guðmundur hættir aftur hjá Bónus Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin. Viðskipti innlent 27.9.2023 16:29
Hagar ráða forstöðumann sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga. Viðskipti innlent 12.9.2023 08:37
Lægra olíuverð dró niður afkomu Haga Hagnaður Haga dróst saman um 30 prósent á milli ára og nam 653 milljónum króna á fyrsta árfjórðungi. Stjórnendur segja að á tímabilinu sem sé til samanburðar hafi afkoman verið „óvenju sterk“. Í ljósi þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert á milli ára, en það leiðir til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda, dróst rekstrarhagnaður Olís saman um 63 prósent á milli ára. Innherji 29.6.2023 13:02
Hagar högnuðust um tæplega 700 milljónir Hagnaður Haga á fyrsta fjórðingi ársins var 653 milljónir króna, tæplega þrjú hundruð milljónum króna minni en á síðasta ári. Forstjórinn segir starfsemi félagsins heilt yfir hafa gengið vel. Viðskipti innlent 28.6.2023 19:29
Uppgjör smásala sýna að þeir eru ekki að maka krókinn á tímum verðbólgu Verðmatsgengi Haga er 14 prósentum yfir markaðsgengi þrátt fyrir nokkra lækkun á matinu sem gert var eftir að verslunarsamsteypan birti síðasta uppgjör. Hlutabréfagreinandi segir að miðað við fréttaflutning mætta halda smásölufyrirtæki væru að svíngræða á tímum verðbólgu en uppgjör sýni að svo sé ekki. Innherji 10.5.2023 15:45
Snúnasti fjórðungur í verslun í manna minnum að baki en staðan fer batnandi Mánuðirnir frá desember til febrúar voru þeir snúnustu í verslunarrekstri sem elstu menn muna. Verðhækkanir voru tíðari og „miklu hærri en við höfum séð áður“. Staðan er þó að „aðeins að batna“, að sögn forstjóra Haga, „tilfinningin er að takturinn í verðhækkunum á matvöru sé að hægjast“. Aðfangaverð er þó enn að hækka en „ekki eins ört og í kringum áramótin.“ Innherji 28.4.2023 14:00
Festi skoðar sölu á 60 prósenta hlut sínum í Olíudreifingu Festi, sem meðal annars er móðurfélag N1, skoðar nú hvort selja eigi 60 prósenta hlut sinn í Olíudreifingu. Að sögn stjórnenda Festi er um að ræða „frumskoðun á framtíðareignarhaldi“ félagsins, sem er undir ströngum skilyrðum af hálfu Samkeppniseftirlitsins, en eftirstandandi hlutur er í eigu Olís. Innherji 29.3.2023 15:05
Elísabet til Haga Elísabet Austmann hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum hf. Til viðbótar við störf tengdum nýsköpunar- og markaðsmálum mun Elísabet einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og samskiptamálum Haga á breiðum grunni. Viðskipti innlent 9.3.2023 11:41