Vatn

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag.

Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn
Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf.

Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis
Vegna bilunar er kaldavatnslaust við Þingholtsstræti. Samkvæmt nýjustu uppfærslu á vef Veitna er búist við því að vatnið ætti að vera komið á klukkan sex í kvöld, en upphaflega var búist við því að kaldavatnslaust yrði milli hálf átta í morgun til eitt í dag.

Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk
Náttúruverndarsamtökin Landvernd gagnrýna fyrirhugaðar skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk. Þau telja útivistargildið verðmætasta þátt svæðisins og segja langan veg frá því að lokanir eins og Veitur stefni að geti talist nauðsynlegar.

Nýtt dæluhús veldur óánægju á Selfossi
Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna.

Álverið vildi ekki þurfa að vakta Norðurá og firðina
Úrskurðarnefnd hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins á Reyðarfirði. Fyrirtækið mótmælti því að vera gert að vakta möguleg umhverfisáhrif starfsemi þess á Norðurá, Reyðarfjörð og Eskifjörð.

Hefur skilning á báðum sjónarmiðum í Heiðmerkurmálinu
Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi við útivistarsvæðið í Heiðmörk þar sem til stendur að girða af stór svæði í þágu vatnsverndar hafa vakið hörð viðbrög. Oddviti Pírata í borgarstjórn kveðst hugsi yfir skotgröfunum sem málið hefur lagst í, en hún hefur mikinn skilning á báðum sjónarmiðum sem takast á.

Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“
Jarðfræðingur segir svæði sem Veitur áforma um að girða af í Heiðmörk í þágu vatnsverndar óþarflega stórt. Hann leggur endurskilgreiningu vatnsverndarsvæðisins og bindur vonir við að Veitur, sem standa fyrir breytingunum, hinkri með framkvæmdir í Heiðmörk. Sjálfbærnistjóri segir forgangsröðunina einfalda; vatnið fyrst og aðrir hagsmunir síðan.

Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk
Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni.

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk.

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar.

Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins.

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna.

Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng
Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum.

Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar
Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu.

Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni
Mengun úr jarðvegi í neysluvatni Hvergerðinga orsakaði lyktar- og bragðgalla á vatninu. Samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er öruggt að drekka vatnið.

Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft
Sýnataka af neysluvatni í Hveragerði hefur ekki leitt í ljós að það sé óneysluhæft. Ábendingar höfðu borist heilbrigðiseftirlitinu um að bragð og lykt af vatninu væru ekki sem skyldi. Málið er enn til rannsóknar.

Rannsaka neysluvatn í Hveragerði
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun.

Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar
„Hreint vatn til framtíðar“ er yfirskrift opins hádegisfundar Veitna og Reykjavíkurborgar sem hefst á hádegi og er haldinn í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins.

Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld
Lokað verður fyrir rennsli kalda vatnsins í Kópavogi klukkan 22 í kvöld vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki. Áætlað er að lokað verði fyrir vatnið til klukkan fjögur í nótt.

Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar
Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi.

Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal
Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík.

100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð
Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla.

Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga
Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga er yfirskrift fundar Samorku um áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði sem haldinn verður í dag.

E. coli fannst í neysluvatni
E. coli fannst í neysluvatni á Hornafirði. Íbúar í Nesjum og á Höfn eru beðnir um að sjóða allt neysluvatn.

„Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“
Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur skorað á Orkuveitu Reykjavíkur að tryggja Hvergerðingum fyrirtækjum og stofnunum í bænum afhendingaröryggi á heitu vatni. Formaður bæjarráðs segir viðvarandi skort verið á heitu vatni frá í byrjun desember.

Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi
Samband íslenskra sveitarfélaga auk nokkurra einstakra sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana taka þátt í verkefni sem miðar að því að tryggja vatnsgæði á Íslandi. Verkefnið hefur hlotið þrjá og hálfan milljarð króna í styrk frá Evrópusambandinu.

Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi
Nemendur í 5. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi gátu ekki mætt í skólann í morgun vegna vatnsleka, sem varð á þeirra svæði í nótt. Slökkviliðið sá um hreinsunarstarf í morgun en reiknað er með að skólastarf verið með óbreyttu sniði eftir helgi.

Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár
Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit að sögn bónda. Bóndinn neitaði og vill fá ábúðaskyldu á jarðir. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina.

Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða
Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjárfestar séu að stórum hluta á höttunum eftir vatnsauðlindum á bújörðum.