Ráðning Auðuns Georgs

Fréttamynd

Dagskrárstjóri Rásar 2 segir upp

Fréttamenn á fréttastofum ríkisútvarpsins lýsa vanþóknun sinni á því sem þeir kalla ósæmileg afskipti útvarpsráðs af starfi fréttamanna með því að mæla með Auðuni Georg Ólafssyni í starf fréttastjóra Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur

Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember og er einn fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson mælti með í stöðu fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fréttastjóri líklega kynntur í dag

Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnir væntanlega um nýjan fréttastjóra Útvarps í dag. Auðun Georg Ólafsson fékk flest atkvæði í útvarpsráði en Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, hefur mælt með fimm manns og er Auðun ekki í þeim hópi.

Innlent
Fréttamynd

Fagleg ráðning fréttastjóra

Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Mælt með þeim síst hæfa

Fyrrum útvarpsráðsmaður segir að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði hafi í gær mælt með þeim umsækjanda í stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins sem er síst hæfur, Auðuni Georg Ólafssyni. Starfsfólk RÚV skorar á útvarpsstjóra að ráða faglega í stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Auðun Georg fékk flest atkvæði

Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs hjá Ríkisútvarpinu, hafði áður mælt með fjórum umsækjendum sem allir starfa í dag hjá stofnuninni en það gerir Auðun Georg ekki.

Innlent
Fréttamynd

Fréttamenn RÚV gapandi hlessa

Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa.

Innlent
Fréttamynd

Tíu sækja um hjá RÚV

Tíu sækja um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins en umsóknarfrestur rann út í gær. Átta af umsækjendunum eru starfsmenn útvarpsins.

Innlent