„Viljum sýna hvað við erum góðir“ „Þetta var svolítið skrýtin nótt og mikið að meðtaka,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson svefnlítill er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í dag. Handbolti 25.1.2025 22:31
Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Frakkland og Þýskaland, lærisveinar Alfreðs Gíslasonar, eru komin í átta liða úrslit HM karla í handbolta. Frakkar fara þangað með fullt hús stiga líkt og Danir. Handbolti 25.1.2025 21:22
Danir áfram með fullt hús stiga Danmörk heldur áfram að vinna örugga sigra á HM karla í handbolta. Nú voru það Tékkar sem lágu í valnum. Handbolti 25.1.2025 18:47
Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. Handbolti 25. janúar 2025 09:34
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Handbolti 25. janúar 2025 09:06
Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. Handbolti 25. janúar 2025 07:02
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. Handbolti 24. janúar 2025 23:16
Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? Handbolti 24. janúar 2025 22:41
Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. Handbolti 24. janúar 2025 22:13
Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. Handbolti 24. janúar 2025 21:55
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. Handbolti 24. janúar 2025 21:51
Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? Handbolti 24. janúar 2025 21:49
„Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ „Þetta er ótrúlega svekkjandi,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið gegn Króatíu á HM í handbolta í kvöld. Hann heldur þó í bjartsýnina og von um sæti í 8-liða úrslitum. Handbolti 24. janúar 2025 21:38
Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. Handbolti 24. janúar 2025 21:29
„Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Erfiður dagur. Við vorum bara ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir sex marka tap gegn Króatíu. Hann segir liðið ekki hafa náð sama takti varnarlega og í síðustu tveimur leikjum, tapið muni síðan líklega kosta sæti í átta liða úrslitum. Handbolti 24. janúar 2025 21:24
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. Handbolti 24. janúar 2025 21:13
Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Eftir skelfilegt tap gegn Króatíu í Zagreb í kvöld veltur draumur Íslands um sæti í 8-liða úrslitum á HM á hjálp frá Slóveníu á sunnudaginn. Króatar voru átta mörkum yfir eftir ótrúlegan fyrri hálfleik, 20-12, og unnu að lokum 32:26. Handbolti 24. janúar 2025 20:53
Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Það vakti töluverða undrun í fjölmiðlaaðstöðunni í Zagreb þegar Domagoj Duvnjak, fyrirliði Króata, var skyndilega mættur til leiks gegn íslenska landsliðinu. Handbolti 24. janúar 2025 19:23
Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Egyptaland jafnaði Ísland að stigum í milliriðli 4 á HM í handbolta karla með sigri á Slóveníu, 26-25, í dag. Handbolti 24. janúar 2025 18:45
Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gerir eina breytingu á leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Króatíu í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í kvöld. Handbolti 24. janúar 2025 17:20
Sögulegur árangur Portúgals á HM Portúgalar eru komnir áfram í 8-liða úrslit HM karla í handbolta í fyrsta sinn, eftir að hafa skellt grönnum sínum frá Spáni, 35-29, í dag. Handbolti 24. janúar 2025 16:25
Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Janus Daði Smárason er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Króatíu á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Búast má við gríðarmikilli stemningu. Handbolti 24. janúar 2025 15:31
Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Vísir var í beinni útsendingu frá miðborg Zagreb í dag, þar sem stuðningsmenn Íslands gleðjast saman og hita upp fyrir stórleikinn við Króatíu á HM í handbolta í kvöld. Handbolti 24. janúar 2025 15:16
„Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ekkert að fara fram úr sér þó svo það gangi vel á HM. Hann veit sem er að það er næg vinna fram undan. Handbolti 24. janúar 2025 14:32