
Séð og heyrt, sagan öll

Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár
Í lokaþættinum um sögu tímaritsins Séð & Heyrt var farið um víðan völl. Meðal annars ræddi Þorsteinn J við Tobbu Marinós sem var blaðamaður hjá blaðinu um þó nokkurt skeið.

„Ég gerði ein mistök, eða tvö“
„Ég gerði ein mistök, eða tvö sem ég sá eftir af því að ég lét undan mér og mig vantaði efni,“ segir Eiríkur Jónsson blaðamaður og ritstjóri Séð & Heyrt á árunum 2006-2015, en hann var til viðtals í síðasta þætti af Sér og heyrt, sagan öll.

„Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“
Í síðasta þætti af Séð & heyrt, sagan öll á Stöð 2 var rætt við Lilju Katrín Gunnarsdóttur, blaðamann og stjórnanda morgunútvarps Bylgjunnar.

Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Birtíngs segir til skoðunar að gefa aftur út tímaritið Séð og heyrt. Það gildi reyndar um mörg vörumerki Birtíngs.

„Er Sophia dauður?“
„Það var farið að líða svolítið á þessa forræðisdeilu þegar ég komst í kynni við Halim Al. Ég varð mér út um númerið hans og fór til Istanbúl og hitti hann þar. Hann sagði mér frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að þetta hefði verið svolítið einsleit umfjöllun hér á Íslandi,“ segir Loftur Atli Eiríksson, blaðamaður og ritstjóri Séð og heyrt á sínum tíma í þáttunum Séð & heyrt, sagan öll sem Þorsteinn J hefur yfirumsjón með á sunnudagskvöldum á Stöð 2.

Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“
„Ég byrjaði að birtast í blaðinu árið 1996 en þá voru vangaveltur í sjónvarpinu að vera með svona þátt inni í Kastljósi um heilbrigði og hreysti og annað slíkt. Svanhildur Konráðs og Marteinn Þórsson pródúsent, hann kom á Kaffibarinn þar sem ég sat 170 kíló drekkandi koníak, kaffi og reykjandi vindil,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, sem var reglulegur gestur í tímaritinu Séð & Heyrt.

„Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“
„Þetta er náttúrulega tuttugu ára saga blaðsins en svo er líka heil kynslóð sem man ekkert eftir þessu blaði,“ segir Þorsteinn J sem er umsjónarmaður þáttanna Séð & heyrt sem hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

„Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt
Þættirnir Séð & heyrt hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þeir eru í umsjón Þorsteins J.