Stj.mál

Fréttamynd

Á fjórða þúsund hefur kosið í prófkjöri

Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hófst í dag og höfðu á fjórða þúsund manna kosið nú skömmu fyrir fréttir. Um nítján þúsund manns hafa kosningarétt, en þeim hefur fjölgað rúm tíu prósent á undanförnum vikum.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn með forskot en þriðjungur óákveðinn

Gísli Marteinn Baldursson nýtur meira fylgis en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi borgarstjórnarkosninga samkvæmt niðurstöðum könnunar sem 365 Nýmiðlun gerði á fylgi frambjóðenda. Athygli vekur að rúmlega þriðjungur segist enn óákveðinn. Könnunin sem var póstlistakönnun, var gerð fyrir stuðningsmenn Gísla Marteins og bárust rúmlega 4.500 svör.

Innlent
Fréttamynd

Bensínstyrkur ekki afnuminn

Bensínstyrkur ellilífeyrisþega og öryrkja verður ekki afnuminn. Þetta sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja hér á landi á Alþingi í dag. Alls nær styrkurinn til 4000 ellilífeyrisþega og 2650 öryrkja.

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningur um kjör í stjórn

Framsóknarmenn í Reykjavík ætla að efna til opins prófkjörs vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Stuðningyfirlýsing við Framsóknarflokkinn dugir til að vera gjaldgengur í prófkjörinu. Fundur í kjördæmaráði Reykjavíkurkjördæmis-suður leystist upp í gær vegna ágreinings um kjör í stjórn.

Innlent
Fréttamynd

Bandarísk stjórnvöld hafi leyfi íslenskra til fangaflugs

Össur Skarphéðinsson fullyrðir á heimasíðu sinni að bandarísk stjórnvöld hafi formlegt leyfi íslenskra stjórnvalda til að fljúga með meinta hermdarverkamenn í haldi um Ísland. Þetta megi lesa út úr yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, frá 18. mars 2003, sem birt hafi verið á vef Hvíta Hússins 26. mars sama ár.

Innlent
Fréttamynd

Rauð bindi grundvallaratriði í kosningum

Hart er barist um atkvæði átján þúsund Reykvíkinga sem eru á kjörskrá Sjálfstæðisflokksins og hafa í hendi sér hver verður kosinn borgarstjóraefni í prófkjörinu um helgina. Frambjóðendurnir leggja ýmislegt á sig til að heilla kjósendur upp úr skónum með hugmyndaauðgi og ekki síst réttu ímyndinni, þar sem rauð bindi eru grundvallaratriði.

Innlent
Fréttamynd

Telur nýju Hringbrautina mistök

Borgarfulltrúi R-listans telur nýju Hringbrautina vera mistök því hún taki allt of mikið landrými. Hann segir að grafa verði götuna niður eða byggja yfir hana þegar Vatnsmýrin verði byggð upp.

Innlent
Fréttamynd

Lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól

Ríkisstjórnin situr hjá á meðan glæpafyrirtæki brjóta á fátæku erlendu verkafólki, segir Össur Skarphéðinsson og vill lög hið snarasta. Félagsmálaráðherra segir að íslensk fyrirtæki sem taka þátt í vitleysunni ættu að skammast sín, öllum beri að virða leikreglur á vinnumarkaði enda sé Ísland ekkert fríríki í þessum efnum. Hann lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör Samfylkingar í Hafnarfirði

Næstkomandi laugardag fer fram lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Nú þegar eru tvö þúsund manns á kjörskrá og leyfilegt er að skrá sig í flokkinn fram að kjörfundi. Kjörfundur hefst klukkan tíu og stendur til sex og kjörgengir eru þeir sem orðnir eru sextán ára á kjördag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rannsókn á þróun valds og lýðræðis

Efnahagsleg völd eru að færast á hendi færri manna og því er mikilvægt að lýðræðið sé virkt og Alþingi samþykki reglur til að geta veitt framkvæmdavaldinu aðhald við samningu reglna fyrir samfélagið. Þetta kom meðal annars fram í máli þingmanna Samfylkingarinnar við umræður um þingsályktunartillögu sem þeir leggja saman fram um að fram skuli fara rannsókn á þróun valds og lýðræðis í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Sundabrautarmálið aftur á byrjunarreit?

Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Í berhögg við íslensku stjórnarskrána

Það er brot á alþjóðlegum samningum og gengur í berhögg við íslensku stjórnarskrána að heimila flug um íslenska lofthelgi með fanga, til yfirheyrslu í löndum þar sem þeir geta átt von á pyntingum. Þetta segir meðal annars í greinargerð með þingsályktun sem Össur Skarphéðinsson og níu aðrir Samfylkingarmenn ætla að leggja fyrir Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Lofar lögum um starfsmannaleigur

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill strax láta setja lög um starfsmannaleigur og undrast hægagang ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Félagsmálaráðherra lofar lögum um starfsmannalegur fyrir jólafrí.

Innlent
Fréttamynd

Jón hafnar því að hafa svikið samkomulagið

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hafnar því alfarið að hann eða ríkisstjórnin hafi svikið samkomulag sem Jón gerði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við forystumenn öryrkja árið 2003, að sögn aðstoðarmanns hans.

Innlent
Fréttamynd

62 prósent borgarbúa vilja fremur Vilhjálm

Sextíu og tvö prósent borgarbúa vilja heldur sjá Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í næstu borgarstjórnarkosningum en Gísla Martein Baldursson samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir stuðningsmenn Vilhjálms.

Innlent
Fréttamynd

Fangaflutningar til Alþingis

Þingsályktunartillaga um fangaflutninga í íslenskri lögsögu verður lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Tilefni hennar eru meintir fangaflutningar bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi en sumar flugvélanna á hennar vegum hafa haft viðdvöl hér á landi á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um áreiðanleikann

Af þeim sem taka afstöðu í skoðanakönnun Gallup um fylgi frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja 62 prósent sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum en 38 ­prósent­ Gísla Martein Baldursson.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð boðin Landsvirkjun

Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, hefur verið gert tilboð um stjórnarformennsku í í Landsvirkjun ákveði hann að hætta í borgarpólitíkinni. Málið tengist hugsanlegri sölu Orkuveitunnar.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hækki bindi- og lausafjárskyldu bankanna

Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á tveimur dögum. Vegna þessa hækkaði gengi krónunnar enn í morgun og evran hefur ekki verið lægri gagnvart henni í meira en fimm ár. Prófessor í hagfræði segir að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta ört vaxandi verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Vill 300 milljónir í hestaíþróttina

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að leggja til við ríkisstjórnina á næstu vikum eða mánuðum að allt að 300 milljónir króna fari til uppbyggingar hestaíþróttarinnar á landsbyggðinni. Hann vonast til að eitthvað fjármagn fáist strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Vilja álver við Húsavík

Einar Már Sigurðarson og Kristján L. Möller, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, telja vænlegast að nýtt álver á Norðurlandi rísi við Húsavík, einkum með tilliti til nálægðar við öflug orkusvæði og mikillar samstöðu Húsvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Mest ánægja með störf Geirs Haarde

Ánægja landsmanna með störf utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra hefur aukist mjög á hálfu ári. Dómsmálaráðherra vermir botninn í könnun Gallup.

Innlent
Fréttamynd

Tveir bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér

Prófkjör Samfylkingingarinnar í Hafnarfirði verður haldið nú á laugardag. 21 frambjóðandi er um átta sæti, fjórtán karlar og sjö konur. Nú hefur Samfylking sex bæjarfulltrúa af ellefu og er því líklegt að harðast verði barist um sex efstu sætin.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjórn leggur fram fimm milljónir vegna skjálfta

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfs í þágu fórnarlamba jarðskjálftanna í Pakistan í síðasta mánuði. Tillaga borgarstjóra þar að lútandi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Sljóleiki gagnvart ofurkjörum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra spurður um fangaflug í íslenskri lofthelgi

Formaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um meint fangaflug CIA um íslenska lofthelgi. Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að séu notaðar til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur.

Innlent
Fréttamynd

Staðnað form brotið upp

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis, segist ekkert hafa vitað um óánægju sveitarstjórnarmanna með breytt fyrirkomulag á árvissum fundi þingmanna kjördæmisins með þeim í kjördæmaviku. Í gær kom fram að sumir hugðust sniðganga fund með þingmönnunum sem haldinn var í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Skipar nefnd um hollara mataræði og meiri hreyfingu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem greina á vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og koma með tillögur að samræmdum aðgerðum til að taka á vandamálum sem tengjast þessu.

Innlent