Stj.mál

Fréttamynd

Bolli vill fimmta sætið

Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tvo nýja framhaldsskóla

Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun.

Innlent
Fréttamynd

Gömul könnun og slitin úr samhengi

Áhugamenn um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar átelja samgönguráðherra fyrir birtingu könnunar þar sem segir að meirihluti landsmanna sé andvígur flutningnum. Þeir segja könnunina gamla og slitna úr samhengi.>

Innlent
Fréttamynd

Landsfundur hefst á morgun

Framtíð Reykjavíkurflugvallar og málefni aldraðra verða líklega helstu átakamálin á þrítugasta og sjötta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst á morgun. Sem kunnugt er verður nýr formaður kosinn á fundinum sem og varaformaður. >

Innlent
Fréttamynd

Hafró kannar áhrif flottrolls

Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segist ekki vilja banna sumarveiðar á loðnu, þrátt fyrir þær gagnrýnisraddir sem segja að sumarveiðin sé að ganga of nærri loðnustofninum. >

Innlent
Fréttamynd

Sinnaskipti í flugvallarmáli?

Í drögum að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir því að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýrinni að lokinni hagkvæmni- og kostnaðarúttekt. Flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur er hins vegar hafnað. >

Innlent
Fréttamynd

Umræður um fjáraukalög

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks í norðvestur kjördæmi og formaður fjárlaganefndar, lagði áherslur á að auka aðhald í ríkisrekstri í fyrstu umræðum um fjáraukalög sem fram fóru á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kerfi hafi ekki sagt sitt síðasta

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í grein á heimasíðu sinni í gær að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta í kærumálinu gegn Baugi og að lögheimildir séu til þess að ákæruvaldið taki mið af því sem fram hafi komið hjá Hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins.

Innlent
Fréttamynd

Breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs

Stefnt skal að því að Íbúðalánasjóður hafi það meginhlutverk í framtíðinni að tryggja bönkum og sparisjóðum fjármögnun íbúðalána með lægstu mögulegum vöxtum, en starfi ekki á almennum útlánamarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að ályktun um húsnæðismál sem tekin verður fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokks nú um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

26. grein stjórnarskrár standi

Þjóðarhreyfingin varar eindregið við því að hróflað verði við valdastöðu forseta Íslands. Verði það gert þá gæti hann allt eins verið þingkjörinn að þeirra mati.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund fundir á Akranesi

Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness verður í dag klukkan fimm og verður hann með hátíðarbrag þar sem stefnt er að því að samþykkja þrjár tillögur.

Innlent
Fréttamynd

Engar skipanir í Baugsmálinu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir réttarkerfið ekki hafa sagt sitt síðasta í Baugsmálinu, þrátt fyrir að aðeins átta af fjörutíu upphaflegu ákæratriðunum standi eftir. Ráðherra telur best fyrir alla sem að málinu koma að það verði tekið til efnismeðferðar fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Schröder ekki í nýrri ríkisstjórn

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, gaf í skyn í dag að hann yrði ekki hluti af nýrri ríkisstjórn landsins. Í gær var greint frá því að Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, yrði næsti kanslari Þýskalands.

Innlent
Fréttamynd

Lánum og fjárdrætti blandað saman

Ég tek að sjálfsögðu ábyrgð á dómsmálaráðherra í minni ríkisstjórn," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær um þau ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á vefsíðu sinni að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Vara við afnámi synjunarvalds

Þjóðarhreyfingin varar við því að við yfirstandandi enduskoðun stjórnarskrár verði hróflað við 26. grein núgildandi stjórnarskrár sem kveður á um að forseti geti hafnað lagafrumvarpi og lagt undir atkvæði þjóðarinnar. Í yfirlýsingu frá þjóðarhreyfingunni segir að ef þessi valdheimild verði tekin af forsetaembættinu þá gæti hann allt eins verið þingkjörinn.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra taki ábyrgð

"Það er algerlega óviðeigandi og óþolandi að yfirmenn - það er framkvæmdavaldið - hafi afskipti með þessum hætti af málefnum sem eru fyrir dómstólum," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu þegar Fréttablaðið bar undir hann þau ummæli dómsmálaráðherra. >

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki borið ábyrgð á Birni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að framsóknarmenn geti ekki borið ábyrgð á Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Forsaga málsins sé sú að Björn Bjarnason hafi gefið saksóknaraembættinu þá línu á bloggsíðu sinni í dag að halda áfram með Baugsmálið þó að aðeins standi eftir átta af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. „Framsóknarflokkurinn á ekki að líða mönnum að gera svona,“ sagði Kristinn í Íslandi í bítið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ábyrgð á dómsmálaráðherra

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist fyllilega taka ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans á heimasíðu um að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Þetta kom fram á fundi sem forsætisráðherra hélt með blaðamönnum efti hádegið í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Sakaði Björn um blaður og brottför

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda.

Innlent
Fréttamynd

Forsetakjör í Líberíu

Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afríkulýðveldisins Líberíu eftir fjórtán ára borgarastyrjöld var kjörinn í dag. Niðurstaðan liggur ekki fyrir en knattspyrnuhetjan George Weah er meðal þeirra sem þykja líklegir.

Innlent
Fréttamynd

Bera ekki ábyrgð á ráðherra

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á dómsmálaráðherra, sem tjái sig með þeim hætti sem Björn Bjarnason gerir á heimasíðu sinni um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu. En þar segir Björn að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla óþolandi aðstöðu

Mótmæli við óþolandi aðstöðu sveitarfélaganna er niðurstaða sameiningarkosninganna og ríkisstjórnin getur sjálfri sér um kennt segir formaður Vinstri-grænna. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir hinsvegar að sameiningarferlið muni halda áfram. Hann hefði þó viljað sjá niðurstöðu kosninganna öðruvísi.</font />

Innlent
Fréttamynd

Styrkir kröfuna um ný jarðgöng

<b><font size="1">Sveitastjórnarmál Fjögur sveitar-félög á Austfjörðum sameinuðust í sameiningarkosningunum sem haldnar voru á laugardaginn. Það voru Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarbyggð, Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhreppur. Þegar hafði verið ákveðið að nafnið Fjarðabyggð skyldi gilda. Kjósendur voru nokkuð afdráttarlausir í skoðun sinni í öllum sveitar-félögunum nema Fjarðabyggð en þar skiptust menn í tvo hópa. Ennfremur var kosningaþátttaka þar minnst eða rétt um fimmtíu prósent. </font></b>>

Innlent
Fréttamynd

Úrslit eins og til var sáð

„Úrslitin úr kosningum um sameiningu sveitarfélaga urðu eins og til var sáð. Sameiningartillögurnar biðu afhroð og hið sama má segja um þá aðferðafræði sem var viðhöfð og stjórnvöld bera einkum ábyrgð á.“

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki lagasetningu

Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar hafna víða sameiningu

„Niðurstaðan kemur á óvart, ekki síst í ljósi margítrekaðra samþykkta sveitar­stjórnarmanna um vilja til sameiningar. Hún hlýtur að vera sveitarstjórnarmönnum veruleg vonbrigði,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um niðurstöður sameiningarkosninga sveitar­­félaga­ sem fram fóru í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ósammála um breytingar í Óshlíð

Bolvíkingar eru klofnir í afstöðu sinni um hvernig bæta eigi veginn til bæjarins. Meirihluti bæjarstjórnar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja rannsóknarvinnu vegna jarðganga um Óshlíð, en minnihlutinn telur slík göng vera plástursleið. </font />

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. </font />

Innlent
Fréttamynd

Vilja lækka matarskatt

Matarskatturinn gæti lækkað á næstunni, ef marka má nýjustu yfirlýsingar. Formaður Samfylkingarinnar leggur til lækkun og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndina þeirra. Miðað við það ætti að vera meirihluti fyrir lækkun virðisaukaskatts á matvæli á þingi. </font />

Innlent