Bandaríkin

Húðskammaði ráðamenn í Evrópu
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni.

Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu.

Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini
Stofnandi og fyrrverandi forstjóri rafmyntafyrirtækisins Celsius, játaði sig sekan um fjársvik fyrir dómstól í New York á þriðjudag. Hann var ákærður fyrir að blekkja viðskiptavini til að fjárfesta í rafmynt sinni á sama tíma og hann seldi eigin hlut á uppsprengdu verði.

Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp
Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum.

Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum.

Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum
Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli.

RFK verður heilbrigðisráðherra
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni.

Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet
Útvíðu ljósbláu gallabuxurnar sem Kendrick Lamar klæddist í leikhléi Ofurskálarinnar voru samkvæmt stílista hans í kvennasniði og upphaflega ætlaðar leikaranum Timothée Chalamet.

Næsti Dumbledore fundinn
Allt bendir til þess að bandaríski leikarinn John Lithgow muni leika galdrakarlinn Albus Dumbledore í nýrri þáttaröð um Harry Potter.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vann líklega stóran sigur í gær. Hann gerði það ekki á víglínunni í Úkraínu eða í Kúrsk, heldur á alþjóðasviðinu og hafa málpípur hans fagnað ákaft.

Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja
Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni.

Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum
Rússar gætu verið tilbúnir að hefja stórstríð á meginlandi Evrópu á næstu fimm árum telji þeir Atlantshafsbandalagið veiklað eða sundrað, að mati dönsku leyniþjónustunnar. Bandaríkjastjórn hefur sagt að varnir Evrópu séu henni ekki efst í huga.

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square
Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín
Stjórnvöld í sjö Evrópuríkjum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þau þyrftu að eiga aðild að viðræðum um endalok átaka í Úkraínu, sem og ráðamenn þar í landi.

McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard
Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48.

Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu
Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk.

Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira
Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu.

Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump
Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða.

Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna.

Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump
Abdullah II bin Al-Hussein Jórdaníukonungur ítrekaði á samfélagsmiðlum í gær, eftir fund sinn með Donald Trump Bandaríkjaforseta, að Arabaríkin væru sameinuð í andstöðu sinni gegn hugmyndum um flutning Palestínumanna frá Gasa og Vesturbakkanum.

Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að samkomulagi þeirra við Hamas um vopnahlé verði slitið á laugardag skili Hamas ekki gíslunum sem samið var um að yrði skilað á laugardag. Netanyahu lýsti þessu yfir síðdegis í dag eftir langan fund með ríkisstjórn sinni.

Rússar láta bandarískan kennara úr haldi
Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn.

Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair
Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði.

Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind
Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni.

Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu
Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs.

Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja
John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja.

Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum
Alríkisdómari frá Rhode Island lýsti því yfir í gærkvöldi að Hvíta húsið hefði ekki orðið við skipun hans um að deila eigi út alríkisstyrkjum sem Hvíta húsið hefur stöðvað. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari segir berum orðum að ríkisstjórn Donalds Trump sé ekki að framfylgja úrskurði en útlit er fyrir að uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í Bandaríkjunum sé í vændum.

Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI
Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT.

Girnist Gasa og vill íbúana burt
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu.

Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar
Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða.