Lögreglumál

Fréttamynd

Ráðist á hús­ráðanda þegar hann opnaði úti­dyrnar

Karlmaður hringdi dyrabjöllu húss í hverfi 103 í Reykjavík og réðst á húsráðanda þegar hann opnaði dyrnar skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla telur sig kunna deili á honum.

Innlent
Fréttamynd

Handtóku mann eftir ítrekuð afskipti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í annarlegu ástandi eftir að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af honum. Fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um brot á lögreglusamþykkt. 

Innlent
Fréttamynd

Byssu­maðurinn í Hafnar­firði metinn ó­sak­hæfur

Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. 

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir aftur eftir Arturs Jansons

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára, frá Lettlandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Arturs er ekki talinn hættulegur.

Innlent
Fréttamynd

Gestur olli skemmdum á hótelherbergi og hótaði starfsfólki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni í gærkvöldi vegna hótelgests sem hafði valdið skemmdum á hótelherbergi sínu og hafði í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á konu með öxi fyrir framan grunn­skóla

Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði

Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Gerir stjórn­völdum kleift að stíga mjög á­kveðin skref

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Að meðal­tali sjö til­kynningar á dag um heimilis­of­beldi eða á­greining

Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. 

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið

Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki lagt það í vana sinn að skrópa þegar kallið kemur

Samtök reykvískra skemmtistaða hafa farið fram á annan fund með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar. Fjarvera stjórnarinnar á fundi sem haldinn var á fimmtudag skýrist af því að fundarboð barst ekki. Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðbænum eftir hnífaárás á Bankastræti club fyrr í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­var­kárt orða­lag um af­brot ýtir undir for­dóma

„Þetta snýst fyrst og fremst um orðanotkun. Ég held að það væri farsælla fyrir alla að sleppa því að nota þetta og hugsa um þetta á annan hátt,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur en hún telur óvarkárt orðalag um afbrot ala á fordómum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur.

Innlent
Fréttamynd

Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar á Sel­tjarnar­nesi segja á­standið ó­líðandi

Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn við­búnaður í mið­bænum næstu daga

Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan.

Innlent
Fréttamynd

Grótta nörruð til að leigja ung­mennum veislu­sal

Íþróttafélagið Grótta segist leggja sig fram við að leigja veislusal félagsins ekki ungmennum sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í salnum í gær. Félagið segir 23 ára einstakling hafa leigt salinn og lofað að allir gestir yrðu tvítugir eða eldri.

Innlent
Fréttamynd

Ölvun en lítið um átök í miðbænum

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld

Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum.

Innlent