Kosningar 2007

Fréttamynd

Ríkisstjórnin hélt naumlega velli

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur.

Innlent
Fréttamynd

Fjörugar umræður í Silfrinu

Nýr þingmaður Framsóknarflokks, segir meiri grundvöll fyrir því að flokkurinn fari í vinstri stjórn heldur en að hann haldi áfram í núverandi stjórnarsamstarfi. Þingflokksformenn Vinstri grænna og Samfylkingar, sökuðu hvorn annan í Silfri Egils í dag um að stíga í vænginn við Sjálfstæðisflokkin.

Innlent
Fréttamynd

Hlutfall kvenna á þingi minnkar

Konum á Alþingi fækkar um þrjár frá fyrra tímabili þegar tuttugu og þrír kvenkyns þingmenn sátu á þingi. Alls er hlutfall kvenna eftir Alþingiskosningarnar í gær innan við þriðjungur.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarleg kjörsókn í fámennasta kjördæminu

Kjörsókn var gríðarlega góð á fámennasta kjörstað landsins í gær. Aðeins ein manneskja nýtti ekki atkvæðarétt sinn. Í Mjóafirði voru tuttugu og átta manns á kjörskrá og kusu þar 27. Stemningin með besta móti í Sólbrekku, enda boðið upp á pönnukökur, rjómatertu og fleiri veitingar.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri flokkarnir farnir að gæla við Sjálfstæðisflokk

Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Siv Friðleifsdóttir segir ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 22 prósent strikuðu yfir Árna Johnsen

Tæplega 22 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn Árna Johnsen í kosningunum í gær. Samkvæmt reglum fyrir kjördæmið þarf tólf og hálft prósent kjósenda flokksins að stroka frambjóðanda út svo hann falli niður um sæti.

Innlent
Fréttamynd

Meiri grundvöllur fyrir vinstristjórn

Nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi, segir meiri grundvöll fyrir vinstristjórn með þáttöku Framsóknarflokksins heldur en að Framsókn starfi áfram með Sjálfstæðisflokki.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ráðlegt að telja á fleiri en einum stað

Það vakti athygli í nótt hve lengi tók að fá lokaniðurstöðu í kosningunum í Norðvesturkjördæmi. Síðustu tölur voru ekki lesnar upp fyrr en tíu mínútum fyrir níu í morgun. Formaður kjörstjórnar segir þó óráðlegt að telja á fleiri en einum stað.

Innlent
Fréttamynd

Jón segir ekki af sér

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að segja af sér formennsku að eigin frumkvæði, þrátt fyrir mikið fylgistap. Hann segir að frekara stjórnarsamstarf sé á valdi Geirs Haarde, forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Kosningavefur Vísis sló í gegn

Margföld umferð hefur verið á Vísis-vefnum frá því í gær miðað við meðalumferð og virðist almenningur hafa notfært sér kosningavefinn vel. Um fjórðungur þeirra sem fylgdust með kosningunum á vefnum voru staddir erlendis.Þá hafa viðbrögð við kosningasjónvarpi Stöðvar 2 verið framar vonum. Fjöldi fólks fylgdist með því á visir.is.

Innlent
Fréttamynd

Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Kynjaskipting á nýju Alþingi

Tuttugu konur munu sitja á nýju Alþingi Íslendinga á nýju kjörtímabili. Það er tæpur þriðjungur þingmanna. Þegar kemur að kynjaskiptingu eru Vinstri grænir sterkastir með tæplega helming, eða fjórar konur af fimm þingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur sjálfstæðismanna beitti útstrikunum í Suðurkjördæmi

Tæplega 25 % kjósenda D-lista í Suðurkjördæmi strokuðu mann út af listanum í kosningunum í gær. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar formanns kjörstjórnar verður skoðað í dag hvaða nöfn eiga í hlut. Árni Johnsen vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu en samkvæmt RÚV beindust flestar útstrikanirnar gegn honum.

Innlent
Fréttamynd

Sumir detta út, aðrir detta inn

Nokkuð verður um breytingar á þingliðinu eftir kosningarnar í gær. Sumir þeirra sem gegnt hafa þingmennsku síðustu árin ná ekki kjöri en aðrir koma nýjir inn.

Innlent
Fréttamynd

Jón og Jónína einu ráðherrarnir sem ekki komust á þing

Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn síðasta kjörtímabils komust ekki á þing og komu báðir úr Framsóknarflokknum. Þetta voru þau Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Bæði buðu þau sig fram í Reykjavík

Innlent
Fréttamynd

Lítur út eins og þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari

„Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari,“ sagði svefndrukkinn Samúel Örn Erlingsson sem eins og málin standa er á leið inn á þing sem uppbótarþingmaður í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Jón út - Samúel Örn inn en ríkisstjórnin heldur velli

Skjótt skipast veður í lofti því samkvæmt nýjustu tölum, eftir að búið er að telja 16.943 atkvæði í Norðvesturkjördæmi, er Jón Sigurðsson ekki inni á þingi en það var hann aðeins fyrir nokkrum mínútum. Í stað hans er kominn Samúel Örn Erlingsson, annar þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Sáttur ef Frjálslyndi flokkurinn heldur sínum þingmannafjölda

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis náði tali af Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni Frjálslynda flokksins, þar sem hann var á leiðinni til síns heima en á þessari stundu er hann á leið út af þingi. Hann sagðist sáttur ef flokkurinn héldi sínum fjórum þingmönnum miðað við það sem á undan væri gengið.

Innlent
Fréttamynd

Fylgið sveiflast en stjórnin heldur velli

Samkvæmt nýjustu tölum stendur ríkisstjórnin enn með eins manns meirihluta. Tölur úr Norðausturkjördæmi voru að birtast rétt í þessu og hafa 20.160 atkvæði verið talin. Samkvæmt þeim virðast Framsóknarmenn tapa manni til Sjálfstæðismanna. Engu að síður virðist sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu aðeins að dala í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Var komin heim og nánast úrkula vonar

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra var komin heim og var með jógúrt í hönd þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis náði tali af henni skömmu eftir að ljóst var að hún hefði náð kjöri í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin með eins manns forskot

Stjórnin heldur enn eins manns forskoti á stjórnarandstöðuna samkvæmt nýjum tölum frá Suðurkjördæmi. Búið er að telja rúmlega helming atkvæða þar.

Innlent