Kosningar 2009 Listaverk á útskriftarsýningu brjóta kosningalög Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur gert athugasemdir við listaverk á útskriftarsýningu Listaháskólans og segja þau brjóta kosningalög. Innlent 24.4.2009 18:46 Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Innlent 24.4.2009 18:31 Samfylkingin með 30% í nýrri könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Flokkurinn nýtur 29,8% stuðnings. Innlent 24.4.2009 18:02 FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. Innlent 24.4.2009 17:58 Vefur Samfylkingarinnar verstur fyrir sjón- og heyrnaskerta Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Innlent 24.4.2009 15:41 Kosningastjóri Björgvins tók við Baugsstyrk „Ég man vel eftir að hafa fengið styrkinn, það var ég sem bað um hann," segir Tómas Þóroddsson, kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en áður hafði verið neitað fyrir tilurð styrksins. Innlent 24.4.2009 14:31 Orðrómurinn ekki haft áhrif á Icelandair Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur Icelandair að hluta til eða öllu leyti hefur ekki haft áhrif á félagið í dag, samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum fyrirtækisins. Hermt var í fjölmiðlum í gær að Steingrímur hafi lýst þessum vilja sínum á fundi í Norðausturkjördæmi. Innlent 24.4.2009 13:54 Engir baksamningar fyrirfram, segir Steingrímur Yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undanfarna daga vekja upp spurningar um hvort flokkarnir séu búnir að semja um bæði Evrópusambandsumsókn og stóriðjumál. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þær sögusagnir rangar að stjórnarmyndunarviðræður séu þegar hafnar. Innlent 24.4.2009 12:08 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Innlent 24.4.2009 11:16 Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. Innlent 23.4.2009 22:35 Ríkisstjórnin með meirihluta Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Innlent 23.4.2009 22:34 Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Innlent 23.4.2009 22:35 Formaður Framsóknar inni Samfylking er stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 33,0 prósent styðja flokkinn í kjördæminu og fengi flokkurinn því þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn fékk 29,2 prósent atkvæða í kosningunum 2007. Innlent 23.4.2009 22:34 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Innlent 23.4.2009 19:43 Getum sagt skilið við ESB mislíki okkur Ef við göngum í Evrópusambandið og mislíkar, getum við gengið út strax. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir að ákvörðunin myndi þó verða okkur dýrkeypt. Innlent 23.4.2009 19:19 Útstrikanir geta haft áhrif á röð þingmanna Útstrikanir á kjörseðlum í komandi kosningum geta haft nokkur áhrif á röð þingmanna. Á kjörseðlinum sem við fáum í hendurnar á laugardaginn eru kassar fyrir fram hvern bókstaf til að sýna okkur hvar við eigum að setja x-ið okkar. En það er hægt að gera meira í kjörklefanum. Innlent 23.4.2009 18:54 Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins. Innlent 23.4.2009 18:44 Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Innlent 23.4.2009 18:34 Orðrómur um yfirtöku ríkisins á Icelandair rangur Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair að hluta til eða öllu leyti er tilhæfulaus með öllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Viðskipti innlent 23.4.2009 18:07 Ingibjörg fór á svig við sáttmála Þingvallastjórnarinnar Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, hafi farið á svig við stjórnarsáttmála Þingvallastjórnarinnar. Innlent 23.4.2009 17:21 Nyrsti kosningafundurinn í dag Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hélt kosningafund í Grímsey í morgun. Fram kemur í tilkynningu að alls hafi 23 atkvæðisbærir íbúar mætt á fundinn sem er nærri helmingur kosningabærra Grímseyinga. Innlent 23.4.2009 16:54 Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Innlent 23.4.2009 15:22 Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. Innlent 23.4.2009 14:39 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. Innlent 23.4.2009 12:25 Össur: Sjálfstæðismenn tvöfaldir í roðinu Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að sjálfstæðismenn séu tvöfaldir í roðinu þegar kemur að umræðu um skattahækkanir. Í pistli á heimasíðu sinni segir ráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið því að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að hækka skatta úr öllu hófi eftir kosningar. Össur segir hins vegar athyglisvert að að skoða orð og gjörðir sjálfstæðismanna í skattamálum mitt í kreppunni. Innlent 23.4.2009 11:22 Ræningjarnir þrír á hátíð sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn efnir til fjölskylduhátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í dag, sumardaginn fyrsta. Ræningjarnir í Kardimommubænum, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, verða meðal skemmtiatriða. Innlent 23.4.2009 11:03 Meira en 1100 ósammála Opnuð hefur verið vefsíðsan ósammála.is en aðstandendur síðunnar eru ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg. Yfir 1100 manns hafa skráð nafn sitt á síðuna. Innlent 23.4.2009 10:58 Sigmundur Davíð á fjölskylduhátíð framsóknarmanna Sumarhátíð Framsóknarflokksins í Reykjavík verður haldin á Ingólfstorgi í dag klukkan 14. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, græna frostpinna, hoppikastala, dýrablöðrur og andlitsmálningu. Innlent 23.4.2009 09:30 Aldrei verið beðinn um eitthvað í staðinn fyrir styrki „Miðað vð það umhverfi sem þá var þá þóttu þetta ekki háar fjárhæðir," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um styrkveitingar vegna prófkjöra. Fram hefur komið í fjölmðlum að Guðlaugur Þór fékk samtals 4 milljónir króna frá FL Group og Baugi vegna styrkja. Innlent 22.4.2009 20:07 Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. Innlent 22.4.2009 18:32 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 16 ›
Listaverk á útskriftarsýningu brjóta kosningalög Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur gert athugasemdir við listaverk á útskriftarsýningu Listaháskólans og segja þau brjóta kosningalög. Innlent 24.4.2009 18:46
Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Innlent 24.4.2009 18:31
Samfylkingin með 30% í nýrri könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Flokkurinn nýtur 29,8% stuðnings. Innlent 24.4.2009 18:02
FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. Innlent 24.4.2009 17:58
Vefur Samfylkingarinnar verstur fyrir sjón- og heyrnaskerta Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Innlent 24.4.2009 15:41
Kosningastjóri Björgvins tók við Baugsstyrk „Ég man vel eftir að hafa fengið styrkinn, það var ég sem bað um hann," segir Tómas Þóroddsson, kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en áður hafði verið neitað fyrir tilurð styrksins. Innlent 24.4.2009 14:31
Orðrómurinn ekki haft áhrif á Icelandair Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur Icelandair að hluta til eða öllu leyti hefur ekki haft áhrif á félagið í dag, samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum fyrirtækisins. Hermt var í fjölmiðlum í gær að Steingrímur hafi lýst þessum vilja sínum á fundi í Norðausturkjördæmi. Innlent 24.4.2009 13:54
Engir baksamningar fyrirfram, segir Steingrímur Yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undanfarna daga vekja upp spurningar um hvort flokkarnir séu búnir að semja um bæði Evrópusambandsumsókn og stóriðjumál. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þær sögusagnir rangar að stjórnarmyndunarviðræður séu þegar hafnar. Innlent 24.4.2009 12:08
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Innlent 24.4.2009 11:16
Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. Innlent 23.4.2009 22:35
Ríkisstjórnin með meirihluta Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Innlent 23.4.2009 22:34
Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Innlent 23.4.2009 22:35
Formaður Framsóknar inni Samfylking er stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 33,0 prósent styðja flokkinn í kjördæminu og fengi flokkurinn því þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn fékk 29,2 prósent atkvæða í kosningunum 2007. Innlent 23.4.2009 22:34
Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Innlent 23.4.2009 19:43
Getum sagt skilið við ESB mislíki okkur Ef við göngum í Evrópusambandið og mislíkar, getum við gengið út strax. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir að ákvörðunin myndi þó verða okkur dýrkeypt. Innlent 23.4.2009 19:19
Útstrikanir geta haft áhrif á röð þingmanna Útstrikanir á kjörseðlum í komandi kosningum geta haft nokkur áhrif á röð þingmanna. Á kjörseðlinum sem við fáum í hendurnar á laugardaginn eru kassar fyrir fram hvern bókstaf til að sýna okkur hvar við eigum að setja x-ið okkar. En það er hægt að gera meira í kjörklefanum. Innlent 23.4.2009 18:54
Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins. Innlent 23.4.2009 18:44
Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Innlent 23.4.2009 18:34
Orðrómur um yfirtöku ríkisins á Icelandair rangur Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair að hluta til eða öllu leyti er tilhæfulaus með öllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Viðskipti innlent 23.4.2009 18:07
Ingibjörg fór á svig við sáttmála Þingvallastjórnarinnar Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, hafi farið á svig við stjórnarsáttmála Þingvallastjórnarinnar. Innlent 23.4.2009 17:21
Nyrsti kosningafundurinn í dag Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hélt kosningafund í Grímsey í morgun. Fram kemur í tilkynningu að alls hafi 23 atkvæðisbærir íbúar mætt á fundinn sem er nærri helmingur kosningabærra Grímseyinga. Innlent 23.4.2009 16:54
Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Innlent 23.4.2009 15:22
Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. Innlent 23.4.2009 14:39
Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. Innlent 23.4.2009 12:25
Össur: Sjálfstæðismenn tvöfaldir í roðinu Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að sjálfstæðismenn séu tvöfaldir í roðinu þegar kemur að umræðu um skattahækkanir. Í pistli á heimasíðu sinni segir ráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið því að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að hækka skatta úr öllu hófi eftir kosningar. Össur segir hins vegar athyglisvert að að skoða orð og gjörðir sjálfstæðismanna í skattamálum mitt í kreppunni. Innlent 23.4.2009 11:22
Ræningjarnir þrír á hátíð sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn efnir til fjölskylduhátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í dag, sumardaginn fyrsta. Ræningjarnir í Kardimommubænum, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, verða meðal skemmtiatriða. Innlent 23.4.2009 11:03
Meira en 1100 ósammála Opnuð hefur verið vefsíðsan ósammála.is en aðstandendur síðunnar eru ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg. Yfir 1100 manns hafa skráð nafn sitt á síðuna. Innlent 23.4.2009 10:58
Sigmundur Davíð á fjölskylduhátíð framsóknarmanna Sumarhátíð Framsóknarflokksins í Reykjavík verður haldin á Ingólfstorgi í dag klukkan 14. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, græna frostpinna, hoppikastala, dýrablöðrur og andlitsmálningu. Innlent 23.4.2009 09:30
Aldrei verið beðinn um eitthvað í staðinn fyrir styrki „Miðað vð það umhverfi sem þá var þá þóttu þetta ekki háar fjárhæðir," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um styrkveitingar vegna prófkjöra. Fram hefur komið í fjölmðlum að Guðlaugur Þór fékk samtals 4 milljónir króna frá FL Group og Baugi vegna styrkja. Innlent 22.4.2009 20:07
Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. Innlent 22.4.2009 18:32
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent