Bobby Fischer Fischer fær útlendingavegabréf Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. Innlent 13.10.2005 18:49 Hljóta að geta fyrirgefið Fischer Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Innlent 13.10.2005 18:48 Mikið áfall fyrir Fischer Stuðningsmenn Bobbys Fischers eru sárir og reiðir yfir að allsherjarnefnd Alþingis skuli ekki leggja til að hann fái íslenskan ríkisborgararétt. Sæmundur Pálsson segir að þetta verði mikið áfall fyrir Fischer. Innlent 13.10.2005 18:48 Fischer: Skelfileg vonbrigði Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Innlent 13.10.2005 18:47 Fischer fær ekki ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:47 Þarf að fá ríkisborgararétt Lögfræðingar Bobbys Fischers segja að það sé grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Ríkisborgararéttur myndi marka tímamót og koma máli hans loks á hreyfingu. Erlent 13.10.2005 15:32 Máli Fischers frestað Bobby Fischer verður enn að bíða eftir íslenskum ríkisborgararétti. Allsherjarnefnd ákvað í morgun að fresta málinu á ný þar sem frekari rökstuðnings væri þörf. Innlent 13.10.2005 15:30 Þingmenn styðji Fischer Stuðningshópur Bobby Fischers hefur sent öllum alþingismönnum bréf þar sem farið er fram á að þeir veiti skáksnillingnum íslenskan ríkisborgararétt og stuðli að því að hann komist sem fyrst til Íslands úr sinni vondu japönsku fangavist. Innlent 13.10.2005 18:45 Fjallað um Fischer á fimmtudag Fjallað verður um málefni bandaríska skákmeistarans Bobby Fischers á fundi í allsherjarnefnd Alþingis á fimmtudaginn. Innlent 13.10.2005 15:29 Fischer þjáist af áfengisskorti Heilsa Bobby Fischers er sögð slæm þar sem hann situr í fangelsi útlendingaeftirlitsins í Japan. Nú segja japanskir fjölmiðlar að sjálfur telji hann eina megin ástæðuna þá að hann fái ekkert áfengt að drekka í haldi. Innlent 13.10.2005 15:28 Fischer kemur ekki í bráð Bobby Fischer er ekki á leiðinni til Íslands í bráð þrátt fyrir að hérlend stjórnvöld hafi boðið honum landvistarleyfi. Þetta sagði Masako Susuki, lögfræðingur Fischers, í morgun eftir fund með lögfræðingum útlendingaeftirlitsins í Japan. Innlent 13.10.2005 15:28 Ákvörðun um Fischer frestað Allsherjarnefnd Alþingis frestaði í morgun að taka afstöðu til bréfs Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, þar sem hann fer fram á að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bréf Fischers var lagt fram en efni þess vísað til næsta fundar eftir viku. Innlent 13.10.2005 15:28 Erindi Fischers afhent Alþingi Forseta Alþingis, Halldóri Blöndal, var í morgun afhent erindi frá Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, þar sem hann óskar eftir því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Það voru Garðar Sverrisson og Sæmundur Pálsson sem afhentu forseta Alþingis erindið fyrir hönd Fischers. Innlent 13.10.2005 15:26 Gæti fengið flýtimeðferð þings Bobby Fischer hefur beðið ríkisstjórn Íslands um ríkisborgararétt að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar skákheimsmeistarans fyrrverand, eftir að japönsk stjórnvöld höfnuðu ósk hans um að fá að nýta sér dvalarleyfi á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskránni þarf lagasetningu Alþingis til að veita erlendum manni ríkisborgararétt á Íslandi. Það mál kemur til kasta allsherjarnefndar þingsins að fengnum tillögum dómsmálaráðuneytis. Innlent 13.10.2005 15:24 Beiðni Fischers umdeild Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 15:25 Fischer íslenskur ríkisborgari? Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Innlent 13.10.2005 15:24 Dómstóll fjallar um mál Fischers Japanskur dómstóll mun á miðvikudag fjalla um það hvort Bobby Fischer verður vísað frá Japan og hann fluttur til heimalands síns, Bandaríkjanna. Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ætla að nota þetta tækifæri og krefjast þess að tekin verði afstaða til tilboðs íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer landvistarleyfi. Innlent 13.10.2005 15:23 Ætla að þrýsta á um svör frá Japan Japanska dómsmálaráðuneytið gefur ekki upp hvenær niðurstöðu sé að vænta í skoðun þess á máli skákmeistarans Bobbys Fischer. Sæmundur Pálsson, fyrrverandi lögreglumaður og vinur Fischers, segir lítið annað að gera en að bíða niðurstöðu ráðuneytisins og telur óráðlegt að halda til Japan til að sækja Fischer fyrr en eftir að hún liggur fyrir. Innlent 13.10.2005 15:21 Fischer svartsýnn á lausn Japanska dómsmálaráðuneytið gaf í skyn í morgun að eðlilegra væri að senda Bobby Fischer til Bandaríkjanna en Íslands. Sæmundur Pálsson segir vin sinn Fischer svartsýnan á lausn málsins. Innlent 13.10.2005 15:18 Enn engin svör um Fischer Dráttur virðist ætla að verða á viðbrögðum japanskra stjórnvalda vegna lausnar Bobbys Fischers. Lögfræðingur Fischers átti fund með fulltrúa japanska dómsmálaráðuneytisins í dag en engin svör fengust um það hvort eða hvenær Fischer yrði látinn laus. Innlent 13.10.2005 15:18 Sæmundur hugleiðir Japansför Ekki er von á svari frá japönskum stjórnvöldum varðandi mál skákmeistarans Bobbys Fischers fyrr en í fyrsta lagi í dag, sem er fyrsti virki dagur eftir áramót ytra, að sögn Sæmundar Pálssonar, fyrrum lögreglumanns og vinar Fischers. Innlent 13.10.2005 15:17 Bandaríkjamenn gefa ekkert upp Dómsmálaráðuneytið bandaríska gefur ekki upp rökstuðning eða bakgrunn ákvarðana sinna og lætur ekkert uppi um mögulegar fyrirætlanir sínar, segir Michael Kulstad, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 15:16 Beiðni Fischers tekin til skoðunar Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, féllst í gær á að taka til skoðunar beiðni skákmeistarans Bobbys Fischer um að fá að fara til Íslands í stað þess að vera vísað úr landi til Bandaríkjanna. Lífið 13.10.2005 15:15 Ráðherra athugar beiðni Fishers Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, hefur fallist á að taka til greina beiðni Bobbys Fischers um að verða vísað úr landi og sendur hingað til lands. Að öðrum kosti verður Fischer vísað til Bandaríkjanna þar sem hans bíður fangelsisvist. Innlent 13.10.2005 15:15 Fischer vonsvikinn með hægaganginn Sæmundur Pálsson segist reyna að stappa stálinu í vin sinn, Bobby Fischer, sem sé vonsvikinn með hve hægt mál hans gangi í Japan. Útséð virðist um að Fischer komist til Íslands fyrir áramót. Innlent 13.10.2005 15:15 Fischer kemur varla fyrir áramót Það virðist útséð með að Bobby Fischer komist hingað til lands fyrir áramót því lögmaður hans hefur ekki fengið nein viðbrögð frá utanríkisráðuneytinu þar við erindi sínu fyrir jól. Þá hefur ráðuneytið ekkert samband haft við sendiráð Íslands í Tókýó að sögn Benedikts Höskuldssonar sendifulltrúa. Innlent 13.10.2005 15:15 Biðin eftir Fischer lengist Dvínandi líkur eru á því að japönsk stjórnvöld sleppi Bobby Fischer úr landi alveg í bráð eftir að málefni hans voru flutt úr útibúi útlendingastofnunar í grennd við Narita-flugvöll í gær, inn í dómsmálaráðuneytið sjálft. Kunnugir telja að það þýði vandlega og tímafreka yfirvegun. Innlent 13.10.2005 15:13 Frelsun Fischers á næsta leiti Frelsun Bobbys Fischers úr japönsku fangelsi er sóknarskák sem lýkur innan tíðar með fullnaðarsigri, segja stuðningsmenn hans hér á landi. Japanska dómsmálaráðuneytið hefur fengið málið til meðferðar en þar gæti það legið í langan tíma. Innlent 13.10.2005 15:14 Suðað í forsætisráðherra Japans Stuðningshópur sem vinnur að frelsun Bobby Fischer í Japan sendi í gær Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, bréf þar sem hann er hvattur til að leyfa Fischer að fara til Íslands þannig að hann sleppi við lögsókn í Bandaríkjunum. Erlent 13.10.2005 15:14 Fundað um Fischer í hádeginu Haldinn verður fundur um Bobby Fischer í Iðnó í Reykjavík í hádeginu í dag þar sem sagt verður frá ævi bandaríska skáksnillingsins, sem varð heimsmeistari í "einvígi allra tíma" í Reykjavík árið 1972. Á fundinum á að segja frá ávinningnum sem einvígið hafði í för með sér fyrir landið. Lífið 13.10.2005 15:13 « ‹ 1 2 3 4 5 ›
Fischer fær útlendingavegabréf Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. Innlent 13.10.2005 18:49
Hljóta að geta fyrirgefið Fischer Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Innlent 13.10.2005 18:48
Mikið áfall fyrir Fischer Stuðningsmenn Bobbys Fischers eru sárir og reiðir yfir að allsherjarnefnd Alþingis skuli ekki leggja til að hann fái íslenskan ríkisborgararétt. Sæmundur Pálsson segir að þetta verði mikið áfall fyrir Fischer. Innlent 13.10.2005 18:48
Fischer: Skelfileg vonbrigði Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Innlent 13.10.2005 18:47
Fischer fær ekki ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:47
Þarf að fá ríkisborgararétt Lögfræðingar Bobbys Fischers segja að það sé grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Ríkisborgararéttur myndi marka tímamót og koma máli hans loks á hreyfingu. Erlent 13.10.2005 15:32
Máli Fischers frestað Bobby Fischer verður enn að bíða eftir íslenskum ríkisborgararétti. Allsherjarnefnd ákvað í morgun að fresta málinu á ný þar sem frekari rökstuðnings væri þörf. Innlent 13.10.2005 15:30
Þingmenn styðji Fischer Stuðningshópur Bobby Fischers hefur sent öllum alþingismönnum bréf þar sem farið er fram á að þeir veiti skáksnillingnum íslenskan ríkisborgararétt og stuðli að því að hann komist sem fyrst til Íslands úr sinni vondu japönsku fangavist. Innlent 13.10.2005 18:45
Fjallað um Fischer á fimmtudag Fjallað verður um málefni bandaríska skákmeistarans Bobby Fischers á fundi í allsherjarnefnd Alþingis á fimmtudaginn. Innlent 13.10.2005 15:29
Fischer þjáist af áfengisskorti Heilsa Bobby Fischers er sögð slæm þar sem hann situr í fangelsi útlendingaeftirlitsins í Japan. Nú segja japanskir fjölmiðlar að sjálfur telji hann eina megin ástæðuna þá að hann fái ekkert áfengt að drekka í haldi. Innlent 13.10.2005 15:28
Fischer kemur ekki í bráð Bobby Fischer er ekki á leiðinni til Íslands í bráð þrátt fyrir að hérlend stjórnvöld hafi boðið honum landvistarleyfi. Þetta sagði Masako Susuki, lögfræðingur Fischers, í morgun eftir fund með lögfræðingum útlendingaeftirlitsins í Japan. Innlent 13.10.2005 15:28
Ákvörðun um Fischer frestað Allsherjarnefnd Alþingis frestaði í morgun að taka afstöðu til bréfs Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, þar sem hann fer fram á að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bréf Fischers var lagt fram en efni þess vísað til næsta fundar eftir viku. Innlent 13.10.2005 15:28
Erindi Fischers afhent Alþingi Forseta Alþingis, Halldóri Blöndal, var í morgun afhent erindi frá Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, þar sem hann óskar eftir því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Það voru Garðar Sverrisson og Sæmundur Pálsson sem afhentu forseta Alþingis erindið fyrir hönd Fischers. Innlent 13.10.2005 15:26
Gæti fengið flýtimeðferð þings Bobby Fischer hefur beðið ríkisstjórn Íslands um ríkisborgararétt að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar skákheimsmeistarans fyrrverand, eftir að japönsk stjórnvöld höfnuðu ósk hans um að fá að nýta sér dvalarleyfi á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskránni þarf lagasetningu Alþingis til að veita erlendum manni ríkisborgararétt á Íslandi. Það mál kemur til kasta allsherjarnefndar þingsins að fengnum tillögum dómsmálaráðuneytis. Innlent 13.10.2005 15:24
Beiðni Fischers umdeild Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 15:25
Fischer íslenskur ríkisborgari? Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Innlent 13.10.2005 15:24
Dómstóll fjallar um mál Fischers Japanskur dómstóll mun á miðvikudag fjalla um það hvort Bobby Fischer verður vísað frá Japan og hann fluttur til heimalands síns, Bandaríkjanna. Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ætla að nota þetta tækifæri og krefjast þess að tekin verði afstaða til tilboðs íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer landvistarleyfi. Innlent 13.10.2005 15:23
Ætla að þrýsta á um svör frá Japan Japanska dómsmálaráðuneytið gefur ekki upp hvenær niðurstöðu sé að vænta í skoðun þess á máli skákmeistarans Bobbys Fischer. Sæmundur Pálsson, fyrrverandi lögreglumaður og vinur Fischers, segir lítið annað að gera en að bíða niðurstöðu ráðuneytisins og telur óráðlegt að halda til Japan til að sækja Fischer fyrr en eftir að hún liggur fyrir. Innlent 13.10.2005 15:21
Fischer svartsýnn á lausn Japanska dómsmálaráðuneytið gaf í skyn í morgun að eðlilegra væri að senda Bobby Fischer til Bandaríkjanna en Íslands. Sæmundur Pálsson segir vin sinn Fischer svartsýnan á lausn málsins. Innlent 13.10.2005 15:18
Enn engin svör um Fischer Dráttur virðist ætla að verða á viðbrögðum japanskra stjórnvalda vegna lausnar Bobbys Fischers. Lögfræðingur Fischers átti fund með fulltrúa japanska dómsmálaráðuneytisins í dag en engin svör fengust um það hvort eða hvenær Fischer yrði látinn laus. Innlent 13.10.2005 15:18
Sæmundur hugleiðir Japansför Ekki er von á svari frá japönskum stjórnvöldum varðandi mál skákmeistarans Bobbys Fischers fyrr en í fyrsta lagi í dag, sem er fyrsti virki dagur eftir áramót ytra, að sögn Sæmundar Pálssonar, fyrrum lögreglumanns og vinar Fischers. Innlent 13.10.2005 15:17
Bandaríkjamenn gefa ekkert upp Dómsmálaráðuneytið bandaríska gefur ekki upp rökstuðning eða bakgrunn ákvarðana sinna og lætur ekkert uppi um mögulegar fyrirætlanir sínar, segir Michael Kulstad, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 15:16
Beiðni Fischers tekin til skoðunar Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, féllst í gær á að taka til skoðunar beiðni skákmeistarans Bobbys Fischer um að fá að fara til Íslands í stað þess að vera vísað úr landi til Bandaríkjanna. Lífið 13.10.2005 15:15
Ráðherra athugar beiðni Fishers Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, hefur fallist á að taka til greina beiðni Bobbys Fischers um að verða vísað úr landi og sendur hingað til lands. Að öðrum kosti verður Fischer vísað til Bandaríkjanna þar sem hans bíður fangelsisvist. Innlent 13.10.2005 15:15
Fischer vonsvikinn með hægaganginn Sæmundur Pálsson segist reyna að stappa stálinu í vin sinn, Bobby Fischer, sem sé vonsvikinn með hve hægt mál hans gangi í Japan. Útséð virðist um að Fischer komist til Íslands fyrir áramót. Innlent 13.10.2005 15:15
Fischer kemur varla fyrir áramót Það virðist útséð með að Bobby Fischer komist hingað til lands fyrir áramót því lögmaður hans hefur ekki fengið nein viðbrögð frá utanríkisráðuneytinu þar við erindi sínu fyrir jól. Þá hefur ráðuneytið ekkert samband haft við sendiráð Íslands í Tókýó að sögn Benedikts Höskuldssonar sendifulltrúa. Innlent 13.10.2005 15:15
Biðin eftir Fischer lengist Dvínandi líkur eru á því að japönsk stjórnvöld sleppi Bobby Fischer úr landi alveg í bráð eftir að málefni hans voru flutt úr útibúi útlendingastofnunar í grennd við Narita-flugvöll í gær, inn í dómsmálaráðuneytið sjálft. Kunnugir telja að það þýði vandlega og tímafreka yfirvegun. Innlent 13.10.2005 15:13
Frelsun Fischers á næsta leiti Frelsun Bobbys Fischers úr japönsku fangelsi er sóknarskák sem lýkur innan tíðar með fullnaðarsigri, segja stuðningsmenn hans hér á landi. Japanska dómsmálaráðuneytið hefur fengið málið til meðferðar en þar gæti það legið í langan tíma. Innlent 13.10.2005 15:14
Suðað í forsætisráðherra Japans Stuðningshópur sem vinnur að frelsun Bobby Fischer í Japan sendi í gær Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, bréf þar sem hann er hvattur til að leyfa Fischer að fara til Íslands þannig að hann sleppi við lögsókn í Bandaríkjunum. Erlent 13.10.2005 15:14
Fundað um Fischer í hádeginu Haldinn verður fundur um Bobby Fischer í Iðnó í Reykjavík í hádeginu í dag þar sem sagt verður frá ævi bandaríska skáksnillingsins, sem varð heimsmeistari í "einvígi allra tíma" í Reykjavík árið 1972. Á fundinum á að segja frá ávinningnum sem einvígið hafði í för með sér fyrir landið. Lífið 13.10.2005 15:13