Bobby Fischer

Fréttamynd

Dvalarleyfisboðið stendur

Stjórnvöld ætla ekki að verða við beiðni Bandaríkjanna um að draga til baka landvistarleyfi til handa skákmeistaranum Bobby Fischer. Hann verður ekki heldur framseldur héðan. Lögfræðingur Fischers fundar með japönsku útlendingastofnuninni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld hvika hvergi

Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan.

Innlent
Fréttamynd

Óska líklega eftir framsali

Yfirvöld í Washington áréttuðu í gær að Bobby Fischer væri eftirlýstur og virðist sem þar hyggist menn óska eftir framsali. Bandarísk yfirvöld hafa hingað til þagað þunnu hljóði vegna boðs Íslendinga um dvalarleyfi fyrir Bobby Fischer. Þar vofir yfir honum fangelsisvist þar sem hann rauf, að mati Bandaríkjamanna, viðskiptabann við Júgóslavíu þegar hann tefldi þar árið 1992.

Innlent
Fréttamynd

Spassky býður aðstoð sína

Stuðningsnefnd Bobby Fischers hér á landi hefur borist kærar kveðjur og þakkir frá Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara í skák, vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að veita Fischer dvalarleyfi hér á landi. Spassky býður jafnframt fram aðstoð sína í málinu ef á þurfi að halda.

Innlent
Fréttamynd

Sæmundur reiðubúinn til brottfarar

Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ákærunni haldið til streitu?

Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær.

Innlent
Fréttamynd

Undanþágan gegn stefnu stjórnvalda

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir það geðþóttaákvörðun, sem fari þvert gegn stefnu stjórnvalda, að veita Bobby Fischer undanþágu um dvalarleyfi hér á landi. Honum líst illa á framtíðina fái útlendingar ekki að koma inn í landið eða dvelja í því, nema með undantekningum.

Innlent
Fréttamynd

Fischer gæti fengið vegabréf

Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn kunna að krefjast framsals Fischers

Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins eru að kynna sér stöðuna sem upp er komin vegna boðs stjórnvalda hér um landvistarleyfi handa Bobby Fischer. Stjórnvöld hér ráðfærðu sig ekki við yfirvöld vestra áður en ákvörðunin var tekin. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fischer ekki eini vitleysingurinn

Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið.

Innlent
Fréttamynd

Brot Fischers fyrnt

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki gert formlegar athugasemdir við ákvörðun Íslendinga um að veita skákmeistaranum Bobby Fischer dvalarleyfi hér á landi. Ef taflmennska Fischers hefði verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu væri það brot fyrnt samkvæmt íslenskum lögum segir utanríkisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Fordæmi fyrir íhlutun stjórnvalda

Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Glataður snillingur

Líf Bobby Fischer hefur verið þyrnum stráð en líklega hefur hann sáldrað þeim flestum sjálfur. Vinir hans segja hann þó viðkvæmt ljúfmenni sem hefur gaman af Robbie Williams.

Innlent
Fréttamynd

Mannúðarástæður réðu för

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól.

Innlent