Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2015 23:26 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu á meðan hann var inn á. vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.). Fótbolti Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.).
Fótbolti Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira