Eins og kom í ljós í kvöld mun Ísland leika gegn Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur nú gefið út að leikurinn fari fram klukkan 18.00 á mánudagskvöld.
Leikurinn verður spilaður í keppnishöllinni í Lusail, þar sem Danir hafa spilað alla leiki sína til þessa. Ísland hefur hingað til spilað í Al Sadd, alls fjóra leiki, og einu sinni í Duhail.
Ísland mætir sigurvegaranum úr leik Spánar og Túnis ef strákunum tekst að leggja Dani að velli á mánudagskvöld.
Leikirnir í 16-liða úrslitum:
25. janúar
15.30 Austurríki - Katar (Lusail)
15.30 Slóvenía - Makedónía (Al Sadd)
18.00 Spánn - Túnis (Lusasil)
18.00 Króatía - Brasilía (Al Sadd)
26. janúar
15.30 Þýskaland - Egyptaland (Lusail)
15.30 Pólland - Svíþjóð (Al Sadd)
18.00 Ísland - Danmörk (Lusail)
18.00 Frakkland - Argentína (Al Sadd)
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið
Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar.

Alexander: Pressan er öll á Gumma
Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld.

Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið
Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli.

Arnór Atlason: Einum leik frá átta liða úrslitum
„Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.