Órólega deildin í Syriza stofnar nýjan flokk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2015 10:15 Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, fer fyrir hinum nýja flokki. Vísir/AP Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær. Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins. Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.Þingkosningar líklega haldnar í september. Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu. Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september. Grikkland Tengdar fréttir Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46 Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37 Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42 Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55 Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær. Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins. Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.Þingkosningar líklega haldnar í september. Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu. Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september.
Grikkland Tengdar fréttir Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46 Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37 Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42 Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55 Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46
Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37
Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42
Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55
Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00