Hópurinn Jæja stendur fyrir mótmælunum en á Facebook-síðu hans er þess krafist að gengið verði til kosninga strax. „Mótmælin eru áminning til allra stjórnmálaflokka. Áminning um að virða almennt siðferði og lýðræðislegan vilja landsmanna,“ segir á síðunni.
Á mánudaginn síðasta mættu þúsundir á Austurvöll til þess að mótmæla ríkisstjórninni, en þau mótmæli munu hafa verið þau fjölmennustu í sögunni.
Þegar er búið að boða til næstu mótmæla, en þau verða á laugardaginn.
