Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. apríl 2016 14:59 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtölum sínum opinberlega. Upplýsingarnar eru skráðar inn á vef Vinstri grænna undir hagsmunaskráningu Katrínar. Ekki er um að ræða afrit af skattframtalinu heldur er búið að setja inn upplýsingar úr því handvirkt. Ekki liggur fyrir hvenær upplýsingarnar voru settar inn en ekki náðist í Katrínu við vinnslu fréttarinnar. Á síðunni er að finna upplýsingar um tekjur og eignir Katrínar og eiginmanns hennar. Kemur meðal annars fram að tekjur Katrínar í fyrra hafi verið alls 13.616.586 krónur, þá hafi innistæður á bankareikningum í árslok numið 637.963 krónur og þá eiga Katrín og maður hennar íbúð sem metin er á 34.100.000 króna. Mjög hefur verið kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, birti upplýsingar úr skattframtölum sínum til að sýna fram á að þeir hafi greitt skatta hér á landi vegna aflandsfélaga sem þeir hafa tengst. Á þingi í dag sagði Bjarni að það myndi „koma í ljós“ hvort að hann myndi gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega, þegar hann var spurður út í það í óundirbúnum fyrirspurnartíma.Uppfært klukkan 16:25: Í samtali við Vísi segist Katrín hafa ákveðið að birta upplýsingar úr skattframtölum sínum í ljósi umræðunnar síðustu daga og kröfu um að forystumenn stjórnmálaflokka birtu slíkar upplýsingar. Vísar hún meðal annars í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hann muni sé tilbúin til að birta frekari upplýsingar um sín skattamál geri forystumenn annarra stjórnmálaflokka slíkt hið sama. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, birtu sínar upplýsingar í vikunni og segist Katrín hafa ákveðið að birta sínar upplýsingar með svipuðum hætti og þau. Tengdar fréttir Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtölum sínum opinberlega. Upplýsingarnar eru skráðar inn á vef Vinstri grænna undir hagsmunaskráningu Katrínar. Ekki er um að ræða afrit af skattframtalinu heldur er búið að setja inn upplýsingar úr því handvirkt. Ekki liggur fyrir hvenær upplýsingarnar voru settar inn en ekki náðist í Katrínu við vinnslu fréttarinnar. Á síðunni er að finna upplýsingar um tekjur og eignir Katrínar og eiginmanns hennar. Kemur meðal annars fram að tekjur Katrínar í fyrra hafi verið alls 13.616.586 krónur, þá hafi innistæður á bankareikningum í árslok numið 637.963 krónur og þá eiga Katrín og maður hennar íbúð sem metin er á 34.100.000 króna. Mjög hefur verið kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, birti upplýsingar úr skattframtölum sínum til að sýna fram á að þeir hafi greitt skatta hér á landi vegna aflandsfélaga sem þeir hafa tengst. Á þingi í dag sagði Bjarni að það myndi „koma í ljós“ hvort að hann myndi gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega, þegar hann var spurður út í það í óundirbúnum fyrirspurnartíma.Uppfært klukkan 16:25: Í samtali við Vísi segist Katrín hafa ákveðið að birta upplýsingar úr skattframtölum sínum í ljósi umræðunnar síðustu daga og kröfu um að forystumenn stjórnmálaflokka birtu slíkar upplýsingar. Vísar hún meðal annars í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hann muni sé tilbúin til að birta frekari upplýsingar um sín skattamál geri forystumenn annarra stjórnmálaflokka slíkt hið sama. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, birtu sínar upplýsingar í vikunni og segist Katrín hafa ákveðið að birta sínar upplýsingar með svipuðum hætti og þau.
Tengdar fréttir Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49