„Ég er búinn að tryggja flugvél fyrir 180 manna hóp til Nice í Frakklandi. Þetta er eingöngu dagsferð. Farið verður snemma um morguninn og heim aftur um kvöldið eftir leikinn. Ég fæ nákvæmar tímasetningar á morgun,“ segir Grétar Sigfinnur.
Nauðsynlegt sé að fylla vélina til að geta tekið hana. Verðið sé 129.900 krónur á mann. Hann segist vera að kanna áhugann fyrir leiknum en miðar á leikinn eru ekki innifaldir.
„Sendið mér skilaboð eða email (gretarsigfinnur@gmail.com) og ég tek frá sæti fyrir þann aðila. Við munum svo vita hvort að af þessu verði á föstudagsmorgun og þá þurfa allir að greiða. Þetta er leiguflugvél á vegum Luxair frá Luxemborg og allt gert í gegnum ferðaskrifstofu. Fyllum völlinn - Áfram Ísland.“