Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 11:00 Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi. Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins. Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári. Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins. Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.Mark Jóns Daða Böðvarssonar JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark Ragnars Sigurðssonar JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00 Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi. Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins. Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári. Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins. Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.Mark Jóns Daða Böðvarssonar JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark Ragnars Sigurðssonar JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00 Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00
Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27
Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00
Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45