180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 12:32 Frá svæðinu við Moulin Rouge á öðrum tímanum í Frakklandi í dag. Þar munu stuðningsmenn Íslands safnast saman og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum. Vísir/Vilhelm Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05