UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2016 14:13 Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. Vísir Talsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, kannast ekki við þann aðila sem Björn Steinbekk athafnamaður sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og að hafi svikið sig um þá miða sem Björn hafði selt Íslendingum á leik Íslands og Frakklands í gær.Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem rætt er við talsmann UEFA. Kannast hann ekki við nafnið Nicole sem kemur fram í tölvupósti sem Björn framvísaði því til sönnunnar að aðili á vegum UEFA hafi selt sér miða.Sjá einnig: Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinnVísir hefur fjallað ítarlega um málið sem nú er til rannsóknar lögreglu en það snýst um að tugir ef ekki á annað hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af Birni, voru svikin um þá þegar til kastanna kom sem varð til þess að margir komust ekki á leikinn, sátu á röngum stað eða mættu alltof seint.Sjá einnig: Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de FranceBrýnir talsmaðurinn fyrir almenningi að kaupa aðeins miða af sambandinu í sjálfu, beint og milliliðalaust. Miðar sem ekki séu keyptir á slíkan hátt séu oftar en ekki falsaðir eða ógildir og seldir á okurverði.Sjá einnig: Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar sínsBjörn hafnaði því í viðtali við RÚV í morgun að miðarnir sem hann hafi selt hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. Sagðist hann íhuga að höfða málsókn á hendur UEFA vegna málsins. Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Talsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, kannast ekki við þann aðila sem Björn Steinbekk athafnamaður sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og að hafi svikið sig um þá miða sem Björn hafði selt Íslendingum á leik Íslands og Frakklands í gær.Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem rætt er við talsmann UEFA. Kannast hann ekki við nafnið Nicole sem kemur fram í tölvupósti sem Björn framvísaði því til sönnunnar að aðili á vegum UEFA hafi selt sér miða.Sjá einnig: Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinnVísir hefur fjallað ítarlega um málið sem nú er til rannsóknar lögreglu en það snýst um að tugir ef ekki á annað hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af Birni, voru svikin um þá þegar til kastanna kom sem varð til þess að margir komust ekki á leikinn, sátu á röngum stað eða mættu alltof seint.Sjá einnig: Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de FranceBrýnir talsmaðurinn fyrir almenningi að kaupa aðeins miða af sambandinu í sjálfu, beint og milliliðalaust. Miðar sem ekki séu keyptir á slíkan hátt séu oftar en ekki falsaðir eða ógildir og seldir á okurverði.Sjá einnig: Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar sínsBjörn hafnaði því í viðtali við RÚV í morgun að miðarnir sem hann hafi selt hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. Sagðist hann íhuga að höfða málsókn á hendur UEFA vegna málsins. Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38