„Það eru miklar fjarvistir á þinginu á þessum degi og ástæðan er sú að fjölmargir þingmenn eru að störfum fyrir alþjóðanefndir þingsins erlendi. Auk þess eru nokkrir þingmenn bundnir skuldbindingum í sínum kjördæmum,“ segir Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, í samtali við Vísi.
Málin sem greiða átti atkvæði um í dag eru frumvarp um þjóðaröryggisráð, frumvarp um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og frumvarp til laga um breytingu á lögum landlækni og lýðheilsu.
Segir Einar að þessi mál séu þess eðlis að atkvæðagreiðsla um þau geti beðið og því hafi verið rétt að fresta atkvæðagreiðslum um frumvörpin. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær þau verði aftur sett á dagskrá.
Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, lýsti hneykslan sinni með stöðu mála á þinginu fyrr í dag.