Andriy Yarmolenko kom Úkraínu yfir gegn Tyrklandi á 24. mínútu og Artem Kravets tvöfaldaði forskotið þremur mínútum síðar.
Ozan Tufan náði að minnka muninn fyrir Tyrkland skömmu fyrir hlé og Hakan Calhanoglu jafnaði metin af vítapunktinum níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.
Króatía rústaði nýliða Kósóvó með sex mörkum gegn engu. Mario Mandzukic gerði þrjú mörk í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik.
Matej Mitrovic, Ivan Perisic og Nikola Kalinic bættu við þremur mörkum í síðari hálfleik og lokatölur 6-0.