Frumvarp um raflínur að Bakka lagt til hliðar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2016 10:34 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá frumvarpi sem heimilaði lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. vísir/anton Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að falla frá frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem átti að heimila lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. Frumvarpið er eitt þeirra mála sem hefur tafið þinglok. Þrjú sveitarfélög á svæðinu hafa gefið út fjögur framkvæmdaleyfi vegna lagningar raflínanna. Fyrr á árinu voru þau framkvæmdaleyfi kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í júní og ágúst kvað úrskurðarnefndin upp bráðabirgðaúrskurði þar sem stöðvaðar voru framkvæmdir á hluta leiðarinnar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Þessir úrskurðir nefndarinnar settu verkefnið í uppnám og var frumvarpinu ætlað að eyða þeirri óvissu sem var komin upp í málinu. Þann 10. október síðastliðinn birti úrskurðarnefndin efnisúrskurð þar sem framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4 er fellt úr gildi á grundvelli formgalla við útgáfu leyfisins. Úrskurðurinn staðfestir einnig að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í gildi og því sé ekki þörf á nýju umhverfismati.Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að falla frá stjórnarfrumvarpinu eftir samráð við sveitarfélögin sem hlut eiga að málinu. Í framhaldinu munu sveitarfélögin fara yfir þau framkvæmdaleyfi sem gefin hafa verið út vegna verkefnisins og meta hvort tilefni sé til frekari viðbragða. Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að falla frá frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem átti að heimila lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. Frumvarpið er eitt þeirra mála sem hefur tafið þinglok. Þrjú sveitarfélög á svæðinu hafa gefið út fjögur framkvæmdaleyfi vegna lagningar raflínanna. Fyrr á árinu voru þau framkvæmdaleyfi kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í júní og ágúst kvað úrskurðarnefndin upp bráðabirgðaúrskurði þar sem stöðvaðar voru framkvæmdir á hluta leiðarinnar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Þessir úrskurðir nefndarinnar settu verkefnið í uppnám og var frumvarpinu ætlað að eyða þeirri óvissu sem var komin upp í málinu. Þann 10. október síðastliðinn birti úrskurðarnefndin efnisúrskurð þar sem framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4 er fellt úr gildi á grundvelli formgalla við útgáfu leyfisins. Úrskurðurinn staðfestir einnig að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í gildi og því sé ekki þörf á nýju umhverfismati.Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að falla frá stjórnarfrumvarpinu eftir samráð við sveitarfélögin sem hlut eiga að málinu. Í framhaldinu munu sveitarfélögin fara yfir þau framkvæmdaleyfi sem gefin hafa verið út vegna verkefnisins og meta hvort tilefni sé til frekari viðbragða.
Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16
Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42
Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53
Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45