Enski boltinn

Jafnt í borgarslagnum á Emirates | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arsenal og Tottenham skyldu jöfn 1-1 í borgarslagnum í hádegisleik dagsins í enska boltanum en Tottenham er því enn án ósigurs eftir ellefu umferðir.

Gestirnir í Tottenham voru búnir að gera þrjú jafntefli í röð og ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal var búið að leika níu leiki án taps í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal komst yfir á 42. mínútu þegar Kevin Wimmer, miðvörður Tottenham, lenti í því óláni að skalla aukaspyrnu Mesut Özil í netið, óverjandi fyrir Hugo Lloris í markinu.

Gestirnir í Tottenham voru ekki lengi að svara en þar var að verki Harry Kane af vítapunktinum. Var vítaspyrna dæmd á Shkodran Mustafi fyrir brot á Moussa Dembele.

Liðin fengu bæði færi til þess að bæta við mörkum en Christian Eriksen komst næst því á 85. mínútu þegar aukaspyrna hans hafnaði í stönginni.

Lauk leiknum því með 1-1 jafntefli en það þýðir að Tottenham er komið fjórum stigum frá toppsætinu en Arsenal er ásamt Manchester City stigi frá toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×