Á forsíðumyndinni sést Rooney í annarlegu ástandi íklæddur landsliðsbol. Myndin var tekin á laugardagskvöldið á hótelinu sem enska landsliðið dvaldi á.
Þar á Rooney að hafa setið að sumbli með Phil Jagielka, félaga sínum í landsliðinu en þetta kvöld komu gestir í brúðkaupi upp að landsliðsfyrirliðanum og báðu um myndir og eiginhandaáritanir.
„Rooney er vonsvikinn með að myndirnar sem voru teknar með aðdáendunum hafi verið birtar opinberlega,“ sagði talsmaður Rooney.
„Þótt landsliðsmennirnir hafi fengið frí þetta kvöld gerir hann sér grein fyrir að þessar myndir eru óviðeigandi fyrir mann í hans stöðu,“ sagði talsmaðurinn ennfremur.
Rooney hefur einnig beðið Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og Dan Ashworth, tæknistjóra enska knattspyrnusambandsins, afsökunar á uppákomunni.
Rooney lék allan leikinn þegar England vann Skotland á föstudaginn. Hann dró sig svo út úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Spáni í gær vegna meiðsla.
Wayne Rooney 'too drunk to stand' as he cosies up with two women at wedding https://t.co/U7oT8PmitC pic.twitter.com/dSXmMm9NxJ
— The Sun (@TheSun) November 16, 2016