Dagur Sigurðsson er þjálfari ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 20:31 Dagur Sigurðsson fagnar Evrópumeistaratitlinum. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Dagur hafði betur en þeir Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sem voru einnig tilnefndir eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Dagur Sigurðsson stýrði þýska landsliðinu í verðlaunasæti á báðum stórmótum ársins. Liðið varð Evrópumeistari í janúar og vann síðan bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó. Evrópumeistaratitill þýska landsliðsins á EM í Póllandi var mikið afrek ekki síst vegna þess að liðið missti út hvern lykilmanninn á fætur öðrum í aðdraganda mótsins. Degi tókst að vinna titilinn án hálfgerðu varaliði en eftir tap í fyrsta leik vann þýska liðið sjö síðustu leiki sína á mótinu þar á meðal sjö marka sigur á Spánverjum í úrslitaleik. Dagur varð í kjölfarið algjör þjóðhetja í Þýskalandi en þetta var fyrsti titill þýska handaboltalandsliðsins síðan að Heiner Brand gerði liðið að heimsmeisturum 2007 og jafnframt fyrsti Evrópumeistaratitill Þjóðverjar síðan 2004. Þýska liðið vann einnig til verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Liðið vann sjö af níu leikjum sínum á leikunum þar á meðal sex marka sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Frakkar komu í veg fyrir að Dagur og lærisveinar hans léku um gullverðlaunin með því að vinna eins marks sigur í undanúrslitaleik liðanna. Dagur Sigurðsson er 43 ára gamall en hefur starfað sem þjálfari undanfarin sextán ár eða síðan að hann gerðist spilandi þjálfari japanska liðsins Wakunaga Hiroshima árið 2000. Dagur er nú á leið til Japans á ný en hann hætti með þýska landsliðsins eftir HM í Frakklandi í janúar og tekur við japanska landsliðinu.Þjálfari ársins Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á þjálfara ársins. Gjaldgengir eru þjálfarar sem eru íslenskir ríkisborgarar sem þjálfa keppnislið í íþróttum. 2012 - Alfreð Gíslason 2013 - Alfreð Gíslason 2014 - Rúnar Páll Sigmundsson 2015 - Heimir Hallgrímsson 2016 - Dagur Sigurðsson Fréttir ársins 2016 Handbolti Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Dagur hafði betur en þeir Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sem voru einnig tilnefndir eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Dagur Sigurðsson stýrði þýska landsliðinu í verðlaunasæti á báðum stórmótum ársins. Liðið varð Evrópumeistari í janúar og vann síðan bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó. Evrópumeistaratitill þýska landsliðsins á EM í Póllandi var mikið afrek ekki síst vegna þess að liðið missti út hvern lykilmanninn á fætur öðrum í aðdraganda mótsins. Degi tókst að vinna titilinn án hálfgerðu varaliði en eftir tap í fyrsta leik vann þýska liðið sjö síðustu leiki sína á mótinu þar á meðal sjö marka sigur á Spánverjum í úrslitaleik. Dagur varð í kjölfarið algjör þjóðhetja í Þýskalandi en þetta var fyrsti titill þýska handaboltalandsliðsins síðan að Heiner Brand gerði liðið að heimsmeisturum 2007 og jafnframt fyrsti Evrópumeistaratitill Þjóðverjar síðan 2004. Þýska liðið vann einnig til verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Liðið vann sjö af níu leikjum sínum á leikunum þar á meðal sex marka sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Frakkar komu í veg fyrir að Dagur og lærisveinar hans léku um gullverðlaunin með því að vinna eins marks sigur í undanúrslitaleik liðanna. Dagur Sigurðsson er 43 ára gamall en hefur starfað sem þjálfari undanfarin sextán ár eða síðan að hann gerðist spilandi þjálfari japanska liðsins Wakunaga Hiroshima árið 2000. Dagur er nú á leið til Japans á ný en hann hætti með þýska landsliðsins eftir HM í Frakklandi í janúar og tekur við japanska landsliðinu.Þjálfari ársins Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á þjálfara ársins. Gjaldgengir eru þjálfarar sem eru íslenskir ríkisborgarar sem þjálfa keppnislið í íþróttum. 2012 - Alfreð Gíslason 2013 - Alfreð Gíslason 2014 - Rúnar Páll Sigmundsson 2015 - Heimir Hallgrímsson 2016 - Dagur Sigurðsson
Fréttir ársins 2016 Handbolti Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira