Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 103-106 | Stjörnusigur eftir tvíframlengdan leik Árni Jóhannsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 27. janúar 2017 22:30 Justin Shouse og Reggie Dupree. Vísir/Anton Stjarnan bar sigurorð af Keflavík í kvöld í leik sem var tvíframlengdur. Venjulegur leiktími var mjög spennandi og áttu hvort lið um sig góða kafla en Keflavík þurfti að ná Stjörnunni í lokin sem þeir og gerðu. Keflavík virtist svo vera með unnin leik í lok fyrri framlengingar en Marvin Vald. náði að jafna og eftir spennandi seinni framlengingu náði Stjarnan að kreista fram sigur 103-106.Afhverju vann Stjarnan í kvöld?Þegar á hólminn var komið var það Stjarnan sem að hitti stóru skotunum þegar á reyndi í kvöld. Í venjulegum leiktíma hafði Keflavík náð góðu forskoti í fyrri hálfleik þar sem þeir máttu prísa sig sæla að vera með forskotið því Stjarnan tók urmul sóknarfrákasta en náðu ekki að nýta seinni tækifærin sem liðið fékk. Stjarnan náði svo að skjóta sig inn í leikinn í seinni hálfleik og þurfti Keflavík að ná í framlenginguna. Keflavík var svo með þriggja stiga forskot þegar nokkrar sekúndur lifðu af leiknum. Upp steig Marvin Vald. og setti niður ótrúleg þriggja stiga körfu sem jafnaði metin fyrir Stjörnuna. Því þurfti að framlengja aftur og þar náði Stjarnan aftur að nýta sín tækifæri sem Keflvíkingar gerðu ekki. Þegar svona mjótt er á munum er lítið hægt að telja upp hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi og jafnvel að heilladísirnar hafi bara verið með Garðbæingum í kvöld.Hvað gekk vel?Báðum liðum gekk vel að skora í leiknum og á köflum var mikill hraði og stutt milli karfa í kvöld og gerði það að verkum mikið fjör var í leiknum. Hjá gestunum voru það svo sóknarfráköstin sem gengu vel en þeir náðu alls 21 sóknarfrákasti í kvöld. Á tímabili í leiknum gátu heimamenn ekki keypt sér frákast.Hvað gekk illa?Eins og áður segir þá var það frákastageta Keflvíkinga sem kostar þá í þessum leik en þeir voru töluvert undir í þeirri baráttu. Hefðu Stjörnumenn verið duglegri að nýta tækifærin sem sköpuðust í kjölfarið hefði þessi leikur líklegast ekki farið í framlengingu og hvað þá tvær. Það má einnig tala um vítanýtinguna hjá báðum liðum en taugarnar voru þandar til hins ýtrasta og því gekk illa að setja vítin niður. Það háði heimamönnum meira á lokasprettinum en tækifæri gáfust til að auka forskot sitt.Hverjir stóðu sig vel?Erlendu leikmenn liðanna voru atkvæðamestir í kvöld en Anthony Odunsi skoraði 28 stig fyrir heimamenn á meðan Amin Khalil Stevens skoraði 28 stig og reif niður 17 fráköst fyrir heimamenn sem er tæpur helmingur frákasta Keflavíkur liðsins í kvöld. Annars voru bæði lið að fá gott framlag frá öllum og úr varð gífurlega góður körfuboltaleikur en þeir sem lögðu leið sína í TM höllina fengu nóg fyrir skildinginn í kvöldMarvin Valdimarsson: Ég veit að ég get skotið þessu skoti og hef gert það áður í þessu húsi Marvin Valdimarsson var hetja Stjörnumanna í fyrri framlengingunni þegar hann jafnaði metin þegar örfáar sekúndur voru eftir. Hann var spurður að því hvort gaman væri að koma í Keflavík og vísað í gamalt dægurlag. „Já, við elskum að vera hérna. Þetta er skemmtilegt íþróttahús með mikla hefð og eins og flestir vita þá er mikill rígur milli liðanna sem nær langt aftur og ég held hreinlega að þetta séu skemmtilegustu viðureignirnar, þetta er þvílíkt stríð.“ Marvin var svo spurður að því hvað færi í gegnum huga manns þegar boltanum er kastað upp í loftið í von um að setja hann niður og jafna metin í háspennuleik. „Það er bara sjálfstraust, ég veit að ég get skotið þessu skoti og hef gert það áður í þessu húsi ásamt því að vilja ofboðslega að hitta. Sem betur fer fór hann ofan í. Þetta hefði getað fallið báðum megin en við lentum í skakkaföllum þar sem Tómas Heiðar, okkar jafnbesti leikmaður misstígur sig og Shouse er ekki nógu góður eftir höfuðhöggin og brunað var með hann í bæinn. Við náðum samt að þjappa okkur saman og berjast og ná muninum til baka og það tókst sem betur fer.“ „Við erum í bullandi séns á fyrsta sætinu. Við þurfum nú að ná okkur aftur upp eftir tvo slæma leiki á móti liðum í neðri hlutanum og eigum KR eftir úti. Að sjálfsögðu ráðumst við að fyrsta sætinu,“ sagði Marvin að lokum þegar hann var spurður að því hvernig hann sæi mótið þróast.Hjörtur Harðarson: Börðumst ekki nóg til að gera skotin erfið„Við bara gáfum þeim of auðveld skot sem þeir settu niður, við vorum ekki nógu duglegir að fara út í þá og auðvitað hitta þeir úr þeim,“ sagði þjálfari heimamanna eftir svekkjandi tap á móti Stjörnunni í kvöld. „Við klikkuðum á þessu og þannig náðu þeir að skjota sig aftur inn í leikinn. Við bara börðumst ekki nóg til að gera skotin erfið ásamt því að frákasta ekki nóg þeir tóku allt of mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. Það var til dæmis klaufaskapur hjá okkur að dekka ekki Marvin nógu vel í lok fyrri framlengingar, við vissum að þeir þurftu þrist en gerum fullt af mistökum sem kosta okkur leikinn.““ Hjörtur var spurður að því hvað þyrfti að gera til að bæta frákasta getur Keflavíkur en þeir hafa átt í basli með fráköstin í vetur. „Það má segja það en það væri betra ef fleiri tækju þátt í frákastabaráttunni. Okkur vantar dálítið baráttu og vera ákafar í að ná í boltann en ekki bara horfa á boltann.“ Um framhaldið sagði Hjörtur að Keflavík þyrfti að halda áfram að berjast og ná í sigra því deildin væri svakalega jöfn og það væri svakalegur pakki af liðum í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Keflavík-Stjarnan 103-106 (28-25, 22-14, 17-30, 21-19, 11-11, 4-7)Keflavík: Amin Khalil Stevens 28/17 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 23/5 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 19/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 8, Ágúst Orrason 8, Magnús Már Traustason 7/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 2.Stjarnan: Anthony Odunsi 28/9 fráköst/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 16, Hlynur Elías Bæringsson 14/18 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 9, Justin Shouse 7/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 7/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6.Bein lýsing: Keflavík - Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Stjarnan bar sigurorð af Keflavík í kvöld í leik sem var tvíframlengdur. Venjulegur leiktími var mjög spennandi og áttu hvort lið um sig góða kafla en Keflavík þurfti að ná Stjörnunni í lokin sem þeir og gerðu. Keflavík virtist svo vera með unnin leik í lok fyrri framlengingar en Marvin Vald. náði að jafna og eftir spennandi seinni framlengingu náði Stjarnan að kreista fram sigur 103-106.Afhverju vann Stjarnan í kvöld?Þegar á hólminn var komið var það Stjarnan sem að hitti stóru skotunum þegar á reyndi í kvöld. Í venjulegum leiktíma hafði Keflavík náð góðu forskoti í fyrri hálfleik þar sem þeir máttu prísa sig sæla að vera með forskotið því Stjarnan tók urmul sóknarfrákasta en náðu ekki að nýta seinni tækifærin sem liðið fékk. Stjarnan náði svo að skjóta sig inn í leikinn í seinni hálfleik og þurfti Keflavík að ná í framlenginguna. Keflavík var svo með þriggja stiga forskot þegar nokkrar sekúndur lifðu af leiknum. Upp steig Marvin Vald. og setti niður ótrúleg þriggja stiga körfu sem jafnaði metin fyrir Stjörnuna. Því þurfti að framlengja aftur og þar náði Stjarnan aftur að nýta sín tækifæri sem Keflvíkingar gerðu ekki. Þegar svona mjótt er á munum er lítið hægt að telja upp hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi og jafnvel að heilladísirnar hafi bara verið með Garðbæingum í kvöld.Hvað gekk vel?Báðum liðum gekk vel að skora í leiknum og á köflum var mikill hraði og stutt milli karfa í kvöld og gerði það að verkum mikið fjör var í leiknum. Hjá gestunum voru það svo sóknarfráköstin sem gengu vel en þeir náðu alls 21 sóknarfrákasti í kvöld. Á tímabili í leiknum gátu heimamenn ekki keypt sér frákast.Hvað gekk illa?Eins og áður segir þá var það frákastageta Keflvíkinga sem kostar þá í þessum leik en þeir voru töluvert undir í þeirri baráttu. Hefðu Stjörnumenn verið duglegri að nýta tækifærin sem sköpuðust í kjölfarið hefði þessi leikur líklegast ekki farið í framlengingu og hvað þá tvær. Það má einnig tala um vítanýtinguna hjá báðum liðum en taugarnar voru þandar til hins ýtrasta og því gekk illa að setja vítin niður. Það háði heimamönnum meira á lokasprettinum en tækifæri gáfust til að auka forskot sitt.Hverjir stóðu sig vel?Erlendu leikmenn liðanna voru atkvæðamestir í kvöld en Anthony Odunsi skoraði 28 stig fyrir heimamenn á meðan Amin Khalil Stevens skoraði 28 stig og reif niður 17 fráköst fyrir heimamenn sem er tæpur helmingur frákasta Keflavíkur liðsins í kvöld. Annars voru bæði lið að fá gott framlag frá öllum og úr varð gífurlega góður körfuboltaleikur en þeir sem lögðu leið sína í TM höllina fengu nóg fyrir skildinginn í kvöldMarvin Valdimarsson: Ég veit að ég get skotið þessu skoti og hef gert það áður í þessu húsi Marvin Valdimarsson var hetja Stjörnumanna í fyrri framlengingunni þegar hann jafnaði metin þegar örfáar sekúndur voru eftir. Hann var spurður að því hvort gaman væri að koma í Keflavík og vísað í gamalt dægurlag. „Já, við elskum að vera hérna. Þetta er skemmtilegt íþróttahús með mikla hefð og eins og flestir vita þá er mikill rígur milli liðanna sem nær langt aftur og ég held hreinlega að þetta séu skemmtilegustu viðureignirnar, þetta er þvílíkt stríð.“ Marvin var svo spurður að því hvað færi í gegnum huga manns þegar boltanum er kastað upp í loftið í von um að setja hann niður og jafna metin í háspennuleik. „Það er bara sjálfstraust, ég veit að ég get skotið þessu skoti og hef gert það áður í þessu húsi ásamt því að vilja ofboðslega að hitta. Sem betur fer fór hann ofan í. Þetta hefði getað fallið báðum megin en við lentum í skakkaföllum þar sem Tómas Heiðar, okkar jafnbesti leikmaður misstígur sig og Shouse er ekki nógu góður eftir höfuðhöggin og brunað var með hann í bæinn. Við náðum samt að þjappa okkur saman og berjast og ná muninum til baka og það tókst sem betur fer.“ „Við erum í bullandi séns á fyrsta sætinu. Við þurfum nú að ná okkur aftur upp eftir tvo slæma leiki á móti liðum í neðri hlutanum og eigum KR eftir úti. Að sjálfsögðu ráðumst við að fyrsta sætinu,“ sagði Marvin að lokum þegar hann var spurður að því hvernig hann sæi mótið þróast.Hjörtur Harðarson: Börðumst ekki nóg til að gera skotin erfið„Við bara gáfum þeim of auðveld skot sem þeir settu niður, við vorum ekki nógu duglegir að fara út í þá og auðvitað hitta þeir úr þeim,“ sagði þjálfari heimamanna eftir svekkjandi tap á móti Stjörnunni í kvöld. „Við klikkuðum á þessu og þannig náðu þeir að skjota sig aftur inn í leikinn. Við bara börðumst ekki nóg til að gera skotin erfið ásamt því að frákasta ekki nóg þeir tóku allt of mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. Það var til dæmis klaufaskapur hjá okkur að dekka ekki Marvin nógu vel í lok fyrri framlengingar, við vissum að þeir þurftu þrist en gerum fullt af mistökum sem kosta okkur leikinn.““ Hjörtur var spurður að því hvað þyrfti að gera til að bæta frákasta getur Keflavíkur en þeir hafa átt í basli með fráköstin í vetur. „Það má segja það en það væri betra ef fleiri tækju þátt í frákastabaráttunni. Okkur vantar dálítið baráttu og vera ákafar í að ná í boltann en ekki bara horfa á boltann.“ Um framhaldið sagði Hjörtur að Keflavík þyrfti að halda áfram að berjast og ná í sigra því deildin væri svakalega jöfn og það væri svakalegur pakki af liðum í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Keflavík-Stjarnan 103-106 (28-25, 22-14, 17-30, 21-19, 11-11, 4-7)Keflavík: Amin Khalil Stevens 28/17 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 23/5 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 19/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 8, Ágúst Orrason 8, Magnús Már Traustason 7/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 2.Stjarnan: Anthony Odunsi 28/9 fráköst/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 16, Hlynur Elías Bæringsson 14/18 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 9, Justin Shouse 7/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 7/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6.Bein lýsing: Keflavík - Stjarnan
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira