Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2017 21:45 Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Hauka sem eru nú með jafn mörg stig og Skallagrímur (14) en eru sæti ofar sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Haukar eiga tvo mjög erfiða leiki eftir, gegn Stjörnunni og Tindastóli. Skallagrímur á aftur móti eftir að spila við Þór Þ. og Grindavík. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu að vild gegn slakri vörn Snæfells. Heimamenn voru einnig með mikla yfirburði í frákastabaráttunni og skoruðu alls 36 stig eftir sóknarfráköst í leiknum í kvöld. Haukar leiddu með átta stigum, 31-23, eftir 1. leikhluta. Snæfell spilaði betur í 2. leikhluta og náði að minnka muninn niður í fjögur stig, 38-34. Þá kom frábær 14-2 kafli hjá Haukum sem voru 52-36 yfir í hálfleik. Hólmarar breyttu í pressuvörn í byrjun seinni hálfleiks og hún sló Haukana út af laginu. Snæfell skoraði níu fyrstu stig seinni hálfleiks og um miðjan 3. leikhluta minnkaði Geir Elías Úlfur Helgason muninn í þrjú stig, 53-50. Þá gáfu Haukar aftur í og juku muninn í 11 stig, 74-63. Heimamenn héldu uppteknum hætti í byrjun 4. leikhluta og kláruðu leikinn þá. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 102-83.Af hverju unnu Haukar? Haukar byrjuðu leikinn af krafti og gáfu strax tóninn. Sóknarleikurinn gekk smurt undir stjórn Emils Barja sem var með 10 stoðsendingar í leiknum í kvöld. Haukar bognuðu tvisvar í leiknum en brotnuðu aldrei. Þeir stóðust áhlaup Snæfells í 2. og 3. leikhluta og náðu þá aftur að byggja upp gott forskot.Bestu menn vallarins: Emil stýrði sóknarleik Hauka af myndarskap; gaf 10 stoðsendingar og stal sjö boltum áður en hann fór af velli með fimm villur. Kristján Leifur Sverrisson var afar öflugur þær 23 mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði 14 stig og tók 10 fráköst. Sherrod Wright gerði 25 stig og þá var Hjálmar Stefánsson frábær í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 13 af 20 stigum sínum. Christian Covile var rólegur í fyrri hálfleik en fór í gang í þeim seinni og endaði með 29 stig. Þá átti Maciej Klimaszewski ágætis innkomu.Tölfræðin sem vakti athygli: Haukar unnu frákastabaráttuna 57-45 og skoruðu 36 stig eftir sóknarfráköst. Stigaskorið dreifðist vel hjá Haukum en fimm leikmenn liðsins skoruðu 14 stig eða meira í leiknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Snæfells var mjög slakur allan leikinn, ef frá er talinn fyrri hluti 3. leikhluta þegar pressuvörn liðsins gerði Haukum erfitt fyrir. Þá var sóknarleikur Snæfells full einhæfur en liðið hélt sig að mestu fyrir utan þriggja stiga línuna og tók alls 33 þriggja stiga skot í leiknum.Vilhjálmur: Skíðaferðin hafði engin áhrif á undirbúninginn Vilhjálmur Steinarsson stýrði Haukum gegn Snæfelli í kvöld ásamt Kristni Jónassyni en eins og frægt er orðið er Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, í skíðaferð erlendis. Vilhjálmur var að vonum ánægður með sigurinn þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir leik. „Við stefndum alla vikuna að því að bæta sóknarleikinn. Við höfum spilað ágætis vörn í síðustu tveimur leikjum en sóknarleikurinn var svolítið dapur. Við ákváðum að breyta aðeins til, þetta voru öðruvísi æfingar og leikur því Ívar var í fríi. Við ákváðum breyta áherslunum aðeins og fá gleðina inn í þetta aftur. Það skilaði sér í kvöld,“ sagði Vilhjálmur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti en gekk erfiðlega að slíta sig frá Snæfelli. „Við áttum tvo slaka kafla en náðum sem betur fer að klóra okkur út úr því sem við höfum ekki gert í vetur. Við höfum misst þessa jöfnu leiki. Snæfell er með hörkulið og vel þjálfað og ég er mjög feginn að hafa klárað þetta,“ sagði Vilhjálmur. En hvernig var fyrir hann og Kristinn að koma inn í þetta og stýra liðinu í kvöld? „Við höfum þjálfað áður þótt við höfum ekki þjálfað meistaraflokk. Hann spilaði lengi með liðinu og ég kom inn í þetta þegar Pétur [Ingvarsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari] fór. Ferðin hans Ívar var löngu ákveðin,“ sagði Vilhjálmur. En hafði þessi fræga skíðaferð einhver áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld? „Nei, engin. Við vissum alveg í hvað stefndi og vorum búnir að undirbúa okkur,“ sagði Vilhjálmur að lokum.Ingi Þór: Byrjunarliðið var flatt Snæfell bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla í karla. En hvað vantaði upp á gegn Haukum í kvöld að mati Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara liðsins? „Það vantaði svolítið mikið upp á. Mér fannst byrjunarliðið í heild sinni svolítið flatt á meðan þeir voru tilbúnir og vel stemmdir,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Við sættum okkur við að vera fyrir utan þriggja stiga línuna og sóttum ekki á körfuna. Um leið og við gerðum það var þetta jafn leikur. Byrjunin sat í okkur og það var slæmt að missa þá tvisvar frá sér. Munurinn var líka of mikill í fráköstunum, þeir voru miklu grimmari í þeim.“ Snæfell skoraði níu fyrstu stig 3. leikhluta og náði að minnka muninn í þrjú stig, 53-30. Nær komust gestirnir þó ekki. „Við gerðum mistök í færslum og þeir skoruðu svona stemmningskörfur,“ sagði Ingi Þór og beindi talinu að liði Hauka. „Það er skandall á hvaða stað þetta lið er í töflunni. Þeir eru með tvo Kana og fullt af gríðarlega góðum körfuboltamönnum. Það er skandall að þeir séu að berjast við fall, það er bara asnalegt. Ég ber virðingu fyrir strákunum í þessu liði og þeir eru miklu betri í körfubolta en þeir sýna,“ sagði Ingi sem sagði allt havaríið í kringum skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, ekki hafa haft áhrif á sína menn í aðdraganda leiksins. „Nei nei, við vorum bara komnir til að skila körfubolta við Hauka. Ég er búinn að tjá mig um það. Eins og ég sagði, persónulega myndi mér aldrei detta í hug að gera þetta. Menn verða svo að meta hvort þetta sé diss. En við nýttum okkur það ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum.Ingi Þór Steinþórsson.Vísir/HannaVilhjálmur Steinarsson.Vísir/HannaHaukar fagna í kvöld.Vísir/Hanna Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Hauka sem eru nú með jafn mörg stig og Skallagrímur (14) en eru sæti ofar sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Haukar eiga tvo mjög erfiða leiki eftir, gegn Stjörnunni og Tindastóli. Skallagrímur á aftur móti eftir að spila við Þór Þ. og Grindavík. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu að vild gegn slakri vörn Snæfells. Heimamenn voru einnig með mikla yfirburði í frákastabaráttunni og skoruðu alls 36 stig eftir sóknarfráköst í leiknum í kvöld. Haukar leiddu með átta stigum, 31-23, eftir 1. leikhluta. Snæfell spilaði betur í 2. leikhluta og náði að minnka muninn niður í fjögur stig, 38-34. Þá kom frábær 14-2 kafli hjá Haukum sem voru 52-36 yfir í hálfleik. Hólmarar breyttu í pressuvörn í byrjun seinni hálfleiks og hún sló Haukana út af laginu. Snæfell skoraði níu fyrstu stig seinni hálfleiks og um miðjan 3. leikhluta minnkaði Geir Elías Úlfur Helgason muninn í þrjú stig, 53-50. Þá gáfu Haukar aftur í og juku muninn í 11 stig, 74-63. Heimamenn héldu uppteknum hætti í byrjun 4. leikhluta og kláruðu leikinn þá. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 102-83.Af hverju unnu Haukar? Haukar byrjuðu leikinn af krafti og gáfu strax tóninn. Sóknarleikurinn gekk smurt undir stjórn Emils Barja sem var með 10 stoðsendingar í leiknum í kvöld. Haukar bognuðu tvisvar í leiknum en brotnuðu aldrei. Þeir stóðust áhlaup Snæfells í 2. og 3. leikhluta og náðu þá aftur að byggja upp gott forskot.Bestu menn vallarins: Emil stýrði sóknarleik Hauka af myndarskap; gaf 10 stoðsendingar og stal sjö boltum áður en hann fór af velli með fimm villur. Kristján Leifur Sverrisson var afar öflugur þær 23 mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði 14 stig og tók 10 fráköst. Sherrod Wright gerði 25 stig og þá var Hjálmar Stefánsson frábær í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 13 af 20 stigum sínum. Christian Covile var rólegur í fyrri hálfleik en fór í gang í þeim seinni og endaði með 29 stig. Þá átti Maciej Klimaszewski ágætis innkomu.Tölfræðin sem vakti athygli: Haukar unnu frákastabaráttuna 57-45 og skoruðu 36 stig eftir sóknarfráköst. Stigaskorið dreifðist vel hjá Haukum en fimm leikmenn liðsins skoruðu 14 stig eða meira í leiknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Snæfells var mjög slakur allan leikinn, ef frá er talinn fyrri hluti 3. leikhluta þegar pressuvörn liðsins gerði Haukum erfitt fyrir. Þá var sóknarleikur Snæfells full einhæfur en liðið hélt sig að mestu fyrir utan þriggja stiga línuna og tók alls 33 þriggja stiga skot í leiknum.Vilhjálmur: Skíðaferðin hafði engin áhrif á undirbúninginn Vilhjálmur Steinarsson stýrði Haukum gegn Snæfelli í kvöld ásamt Kristni Jónassyni en eins og frægt er orðið er Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, í skíðaferð erlendis. Vilhjálmur var að vonum ánægður með sigurinn þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir leik. „Við stefndum alla vikuna að því að bæta sóknarleikinn. Við höfum spilað ágætis vörn í síðustu tveimur leikjum en sóknarleikurinn var svolítið dapur. Við ákváðum að breyta aðeins til, þetta voru öðruvísi æfingar og leikur því Ívar var í fríi. Við ákváðum breyta áherslunum aðeins og fá gleðina inn í þetta aftur. Það skilaði sér í kvöld,“ sagði Vilhjálmur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti en gekk erfiðlega að slíta sig frá Snæfelli. „Við áttum tvo slaka kafla en náðum sem betur fer að klóra okkur út úr því sem við höfum ekki gert í vetur. Við höfum misst þessa jöfnu leiki. Snæfell er með hörkulið og vel þjálfað og ég er mjög feginn að hafa klárað þetta,“ sagði Vilhjálmur. En hvernig var fyrir hann og Kristinn að koma inn í þetta og stýra liðinu í kvöld? „Við höfum þjálfað áður þótt við höfum ekki þjálfað meistaraflokk. Hann spilaði lengi með liðinu og ég kom inn í þetta þegar Pétur [Ingvarsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari] fór. Ferðin hans Ívar var löngu ákveðin,“ sagði Vilhjálmur. En hafði þessi fræga skíðaferð einhver áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld? „Nei, engin. Við vissum alveg í hvað stefndi og vorum búnir að undirbúa okkur,“ sagði Vilhjálmur að lokum.Ingi Þór: Byrjunarliðið var flatt Snæfell bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla í karla. En hvað vantaði upp á gegn Haukum í kvöld að mati Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara liðsins? „Það vantaði svolítið mikið upp á. Mér fannst byrjunarliðið í heild sinni svolítið flatt á meðan þeir voru tilbúnir og vel stemmdir,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Við sættum okkur við að vera fyrir utan þriggja stiga línuna og sóttum ekki á körfuna. Um leið og við gerðum það var þetta jafn leikur. Byrjunin sat í okkur og það var slæmt að missa þá tvisvar frá sér. Munurinn var líka of mikill í fráköstunum, þeir voru miklu grimmari í þeim.“ Snæfell skoraði níu fyrstu stig 3. leikhluta og náði að minnka muninn í þrjú stig, 53-30. Nær komust gestirnir þó ekki. „Við gerðum mistök í færslum og þeir skoruðu svona stemmningskörfur,“ sagði Ingi Þór og beindi talinu að liði Hauka. „Það er skandall á hvaða stað þetta lið er í töflunni. Þeir eru með tvo Kana og fullt af gríðarlega góðum körfuboltamönnum. Það er skandall að þeir séu að berjast við fall, það er bara asnalegt. Ég ber virðingu fyrir strákunum í þessu liði og þeir eru miklu betri í körfubolta en þeir sýna,“ sagði Ingi sem sagði allt havaríið í kringum skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, ekki hafa haft áhrif á sína menn í aðdraganda leiksins. „Nei nei, við vorum bara komnir til að skila körfubolta við Hauka. Ég er búinn að tjá mig um það. Eins og ég sagði, persónulega myndi mér aldrei detta í hug að gera þetta. Menn verða svo að meta hvort þetta sé diss. En við nýttum okkur það ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum.Ingi Þór Steinþórsson.Vísir/HannaVilhjálmur Steinarsson.Vísir/HannaHaukar fagna í kvöld.Vísir/Hanna
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira