Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig.
Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.
Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)
Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.
Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.
Af hverju vann Grindavík?
Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.
Bestu menn vallarins?
Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.
Hvað gekk illa?
Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn.
Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meira

„Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“
Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld.
„Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“
Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira.
„Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“
Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogara

„Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“
Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum.
„Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“
Dagur: Leið eins og að allt færi ofan í

„Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“
Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld.
„Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“
Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum.
„Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“