Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna United lönduðu sigri, 3-2, gegn stórliði Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Eskilstuna komst í 3-0 í leiknum en Rosengård náði að svara fyrir sig. Það var of lítið og of seint en síðara mark liðsins kom tveimur mínútum fyrir leikslok.
Glódís Perla lék allan leikinn fyrir miðri vörn Eskilstuna sem komst upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.

