Hinn magnaði körfuknattleiksmaður, Pétur Rúnar Birgisson, skrifaði í dag undir nýjan samning við Tindastól.
Þessi tíðindi koma mörgum á óvart enda hafði verið mikið talað um að hann væri á förum frá félaginu.
„Það kom aldrei til greina að Pétur færi. Pétur fer ekki fet,“ sagði hinn grjótharði formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stefán Jónsson, í samtali við Feyki.
Pétur Rúnar var með 16,5 stig, 5,5 fráköst og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur hjá Stólunum sem ætla að gera enn eina atlöguna að titlinum næsta vetur.

