"Ég verð brjálaður," sagði Aron Pálmarsson aðspurður um það hvort hann yrði svekktur ef Ísland vinnur ekki Makedóníu, en liðin mætast í undankeppni EM í Laugardalshöllinni í kvöld.
Ísland leikur gríðarlega mikilvægan leik gegn Makedóníu í undankeppninni í kvöld og eftir tap liðsins í Makedóníu á fimmtudaginn er ljóst að þessi leikur verður að vinnast.
Aron Pálmarsson segir að leikmenn liðsins séu gagnrýnastir á sig sjálfa og dragi ekkert úr því þegar þeir ræða sín á milli um það sem betur má fara og hvað þarf að laga.
Aron missti af HM í Frakklandi í janúar sl. og segist staðráðinn í að missa ekki af næsta stórmóti, sem er EM í janúar nk.
Viðtal við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aron: Ég ætla ekki að horfa á annað stórmót í sófanum heima
Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti
