Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. apríl 2019 08:30 Kean fagnar marki sínu í gær. vísir/getty Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. Er hann fagnaði markinu þá lyfti hann upp höndunum eins og hann væri að spyrja af hverju fólkið væri að haga sér. Þá fékk hann yfir sig enn meiri skít. „Þetta er besta leiðin til þess að svara fyrir sig,“ skrifaði Kean á Instagram eftir leikinn. Eins einkennilegt og það er þá skammaði þjálfari Juventus, Massimiliano Allegri, strákinn fyrir svara svona og ögra níðingunum í stúkunni. „Hann hefði ekki átt að fagna svona. Hann er ungur og þarf að læra. Auðvitað eiga samt ákveðnir hlutir ekki að heyrast úr stúkunni,“ sagði Allegri sem fannst fagnið greinilega alvarlegra en níðið. Hann bætti þó um betur í viðtali síðar og sagði þessa áhorfendur vera hálfvita sem skemmdu fyrir öllum honum. Svo lét hann knattspyrnusambandið heyra það fyrir að hafa ekki kjark til þess að taka á svona málum í ítalska boltanum. „Við þurfum að nota myndavélarnar og refsa þessu fólki. Þá er ég ekki bara að tala um eins eða tveggja ára bann. Ég er að tala um lífstíðarbann,“ sagði Allegri. Liðsfélagi Kean, Blaise Matuidi, brjálaðist er kynþáttaníðið byrjaði enda lent í slíku áður á sama velli. Hann kvartaði í dómaranum og hótaði að labba af velli. Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. Er hann fagnaði markinu þá lyfti hann upp höndunum eins og hann væri að spyrja af hverju fólkið væri að haga sér. Þá fékk hann yfir sig enn meiri skít. „Þetta er besta leiðin til þess að svara fyrir sig,“ skrifaði Kean á Instagram eftir leikinn. Eins einkennilegt og það er þá skammaði þjálfari Juventus, Massimiliano Allegri, strákinn fyrir svara svona og ögra níðingunum í stúkunni. „Hann hefði ekki átt að fagna svona. Hann er ungur og þarf að læra. Auðvitað eiga samt ákveðnir hlutir ekki að heyrast úr stúkunni,“ sagði Allegri sem fannst fagnið greinilega alvarlegra en níðið. Hann bætti þó um betur í viðtali síðar og sagði þessa áhorfendur vera hálfvita sem skemmdu fyrir öllum honum. Svo lét hann knattspyrnusambandið heyra það fyrir að hafa ekki kjark til þess að taka á svona málum í ítalska boltanum. „Við þurfum að nota myndavélarnar og refsa þessu fólki. Þá er ég ekki bara að tala um eins eða tveggja ára bann. Ég er að tala um lífstíðarbann,“ sagði Allegri. Liðsfélagi Kean, Blaise Matuidi, brjálaðist er kynþáttaníðið byrjaði enda lent í slíku áður á sama velli. Hann kvartaði í dómaranum og hótaði að labba af velli.
Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira