Miðjumaðurinn öflugi var 18 ár í aðalliði Roma en það er eina félagið sem hann hefur verið hjá. Hann lék alls 616 leiki fyrir Roma og skoraði 63 mörk.
De Rossi hefur verið fyrirliði Roma síðan önnur goðsögn í sögu félagsins, Francesco Totti, lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum.
De Rossi var í byrjunarliði Roma í leiknum í gær en fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. Þegar hann fór af velli lét hann Alessandro Florenzi hafa fyrirliðabandið en hann tekur við því embætti af De Rossi. Líkt og flestir fyrirliðar Roma síðustu áratugina er Florenzi Rómverji í húð og hár.
"Now I will pass this armband on to Alessandro. Another brother, one that I know is equally worthy of the honour."
#DDR16#ASRomapic.twitter.com/k7gv1D12B2
— AS Roma English (@ASRomaEN) May 26, 2019
Í leikslok klæddust allir leikmenn Roma treyjum með nafni De Rossi og númerinu 16 á bakinu.
#DDR16: Daniele De Rossi emerges from the tunnel to begin his final farewell to the #ASRoma staff, players and fans pic.twitter.com/E6kdMJxp9I
— AS Roma English (@ASRomaEN) May 26, 2019
Eftir leik fögnuðu fögnuðu stuðningsmenn Roma hetjunni sinni vel og innilega. De Rossi gekk hringinn á Ólympíuleikvanginum ásamt fjölskyldu sinni og þakkaði stuðningsmönnunum fyrir árin 18 hjá félaginu. Fjölmörg tár féllu þegar De Rossi kvaddi stuðningsmennina.
LIVE: De Rossi's emotional farewell to the #ASRoma fans#DDR16#ASRomahttps://t.co/SDHDnZROjR
— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2019
Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá hinum 35 ára De Rossi, hvort hann heldur áfram að spila og þá hvar.
Roma endaði í 6. sæti ítölsku deildarinnar og leikur í Evrópudeildinni á næsta tímabili.