Upphitun: Hamilton getur unnið titilinn um helgina Bragi Þórðarson skrifar 24. október 2019 22:30 Hamilton tryggði sér sinn fimmta titil í Mexíkó í fyrra. Getty Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina. Aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu og er Hamilton með 64 stiga forskot í keppni ökuþóra. Það er því bara spurning um hvenær ekki hvort Lewis tryggi sér titilinn. Mercedes er nú þegar búið að tryggja sér titil bílasmiða, en Toto Wolff, stjóri liðsins, er þó ekki vongóður um góð úrslit í Mexíkó um helgina. ,,Þessar fjórar keppnir sem eftir eru verða erfiðar, sérstaklega Mexíkó, þar sem brautin hentar okkar bíl illa'' sagði Toto í vikunni.Mercedes vann síðast í Mexíkó árið 2016GettyFerrari bílarnir hraðir í MexíkóHamilton hefur unnið tvo síðustu titla sína í Mexíkó en býst ekki við því að tryggja hann þar í ár. Hann býst við að Ferrari verði allsráðandi um helgina. Þar sem brautin er mjög ofarlega yfir sjávarmáli er loftið mjög þunnt. Það þýðir að vængirnir virka minna og vélin verður aflminni. Hár hámarkshraði Ferrari bílanna mun hjálpa gríðarlega um helgina þar sem ráskafli brautarinnar í Mexíkó er mjög langur. Því telja flestir að rauðu bílarnir verði þeir hröðustu um helgina. Æfing, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfssögðu allt í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan 18:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina. Aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu og er Hamilton með 64 stiga forskot í keppni ökuþóra. Það er því bara spurning um hvenær ekki hvort Lewis tryggi sér titilinn. Mercedes er nú þegar búið að tryggja sér titil bílasmiða, en Toto Wolff, stjóri liðsins, er þó ekki vongóður um góð úrslit í Mexíkó um helgina. ,,Þessar fjórar keppnir sem eftir eru verða erfiðar, sérstaklega Mexíkó, þar sem brautin hentar okkar bíl illa'' sagði Toto í vikunni.Mercedes vann síðast í Mexíkó árið 2016GettyFerrari bílarnir hraðir í MexíkóHamilton hefur unnið tvo síðustu titla sína í Mexíkó en býst ekki við því að tryggja hann þar í ár. Hann býst við að Ferrari verði allsráðandi um helgina. Þar sem brautin er mjög ofarlega yfir sjávarmáli er loftið mjög þunnt. Það þýðir að vængirnir virka minna og vélin verður aflminni. Hár hámarkshraði Ferrari bílanna mun hjálpa gríðarlega um helgina þar sem ráskafli brautarinnar í Mexíkó er mjög langur. Því telja flestir að rauðu bílarnir verði þeir hröðustu um helgina. Æfing, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfssögðu allt í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan 18:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira