Undur og stórmerki áttu sér stað í Olís-deild kvenna í dag þegar HK heimsótti Val að Hlíðarenda.
Kópavogskonur voru miklu betri í leiknum og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, 14-17. Í síðari hálfleik héldu HK-ingar áfram að fara illa með taplausar Valskonur og fór að lokum svo að HK vann sannfærandi sjö marka sigur, 24-31.
Díana Sigmarsdóttir fór mikinn og gerði 10 mörk fyrir HK en Lovísa Thompson var atkvæðamest heimakvenna með sjö mörk.
Þetta var fyrsta tap Vals í deildinni í vetur en HK er nú komið með átta stig í 5.sæti deildarinnar.
Íslandsmeistararnir steinlágu fyrir HK að Hlíðarenda
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn







Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti