Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta.
Berglind Björg skoraði tvö af þremur mörkum AC Milan í 3-2 endurkomusigri á Roma þar á meðal sigurmarkið rétt fyrir leikslok.
Berglind Björg samdi nýverið við ítalska stórliðið og fór strax inn í byrjunarliðið á móti Roma í dag.
Leikurinn byrjaði ekki vel því Roma komst í 1-0 á 20. mínútu og Roma liðið bætti síðan við öðru marki á 49. mínútu. AC Milan var því 2-0 undir eftir klukkutímaleik. Útlitið var því ekki bjart en Blikinn var ekki búin að segja sitt síðasta.
Berglind minnkaði muninn á 70. mínútu og átta mínútum síðar jafnaði hin suður-afríska Refiloe Jane metin.
Berglind skoraði síðan annað mark sitt og sigurmark AC Milan á 89. mínútu leiksins.
Liðin voru hlið við hlið í töflunni í 3. og 4. sæti en AC Milan er nú aðeins einu stigi á eftir Roma eftir þennan góðan sigur.
Fótbolti