Fréttir

Blóð­bað við björgun gísla og bein út­sending frá Grinda­víkur­vegi

Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir þó ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við mótmælendur sem komu saman í fjölmennri kröfugöngu í miðborginni í dag.

Innlent

Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum

Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu.

Erlent

Á­hlaupinu lokið en annað ekki úti­lokað

Í nótt, aðfaranótt laugardags, tók að auka á hraunstreymið norður fyrir Sýlingarfell og klukkan hálf ellefu í morgun náði hrauntungan veginum rétt norðan við varnargarðinn. Álykta má að áhlaupinu sé lokið en búast má við að það mjatlist eitthvað áfram.

Innlent

Á­rásar­maðurinn segist ekkert hafa á móti Mette

Maðurinn sem sló Mette Frederiksen í Kaupmannahöfn í gærkvöldi segist ekkert hafa á móti henni og segir að hún sé „mjög góður forsætisráðherra.“ Það hafi jafnramt komið honum „skemmtilega á óvart“ að sjá hana á götunni.

Erlent

„Verið að ráðast á lýð­ræðið og boðar aldrei gott“

Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið.

Innlent

„Hver sofnaði á verðinum?“

Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar.

Innlent

Vinstri græn geti farið í sögu­bækurnar

Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október.

Innlent

„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“

Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 

Innlent

Fær­eyskir at­vinnu­rek­endur segjast hafðir að spotti

Atvinnurekendur í Færeyjum segjast hafðir að háði og spotti af verkalýðsfélögum þar í landi. Freistað var að binda enda á margra vikna verkfall á fundi með sáttasemjara í gær en án árangurs. Verkalýðsfélögin segjast tilbúin að auka þrýstingin en ástandið versnar með hverjum deginum sem líður.

Erlent

Grindavíkurvegur undir hraun og al­var­leg á­rás á for­sætis­ráð­herra

Rennsli og hraði hraunsins úr eldgosinu í Sundhnúkagígum jókst verulega í morgun. Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi. Þá var tekin ákvörðun um að opna ekki í Bláa lóninu og gestum hótelsins gert að yfirgefa svæðið. Við ræðum við jarðverkfræðing á vettvangi í Svartsengi sem lýsir því sem fyrir augu ber í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Innlent

Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa

Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári.

Erlent

Vendingar í leit að sjónvarpslækni

Upptaka öryggismyndavélar virðast sýna hinn 67 ára Michael Mosley, frægan sjónvarpslækni, spóka sig í bænum Pedi á grísku eyjunni Symi en hans hefur verið leitað frá því á miðvikudaginn.

Erlent

Hraun runnið að Grindavíkurvegi

Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu.

Innlent

Enginn á­vinningur annar en ein­fald­lega hrært vatn

Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 

Innlent

Siggi stormur stendur við spána

Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari.

Innlent

Lyfjarisinn veitir offitufræðslu: „Hvaðan á þetta að koma?“

Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Lyfjarisinn Novo nordisk, sem framleiðir lyfið, auglýsir fræðslusíðu um ofþyngd á samfélagsmiðlum, án þess að minnst sé á lyfið. Sérfræðingur segir greiðsluþátttökuskilyrði sjúkratrygginga of ströng.

Innlent

Frederik­sen slegin í mið­borg Kaup­manna­hafnar

Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina.

Erlent

Dómar vegna mann­drápsins í Hafnar­firði þyngdir

Landsréttur þyngdi refsingu karlmanns sem var dæmdur sekur fyrir að stinga pólskan karlmann til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði og tveggja annarra sem áttu hlutdeild í því. Dómur yfir stúlku sem myndaði atlöguna var mildaður.

Innlent

Krísufundur VG, ó­nýt stúka og tón­leikar í beinni

Stjórn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ákvað í dag að flýta landsfundi til þess að velja nýja forystu og móta nýja stefnu. Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli og VG-liðar boða róttækari vinstristefnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá stjórnarfundi Vinstri Grænna og ræðum við flokksfélaga sem hafa áhyggjur af stöðunni.

Innlent

Land er hætt að síga í Svarts­engi

Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni.

Innlent