Fréttir

„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“

Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta.

Innlent

Skráningar­gjöld, fylgis­tap og gettó á Gasa

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki upptekinn af áhrifum framgöngu stjórnarandstöðuflokkanna á fylgi þeirra. Aðeins þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld.

Innlent

Bæjar­ráð Voga vill gera ráð fyrir flug­velli í Hvassahrauni

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag.

Innlent

Leggur til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um bókun 35

Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Innlent

Hafnar gagn­rýni á sam­skipti við lyfjarisa í far­aldrinum

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor.

Erlent

Ekki fleiri greinst með mis­linga í Banda­ríkjunum í 33 ár

Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni.

Erlent

„Við ætlum að upp­lifa stóra drauminn hans Kristians Helga”

Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu.

Innlent

Einu verslun Þing­eyringa lokað

Einu verslun Þingeyringa verður lokað að öllu óbreyttu um mánaðamótin. Um ræðir sjoppuna Hammonu sem selur matvæli og ýmislegt nytsamlegt. Eiganda verslunarinnar bauðst starf í vegavinnu.

Innlent

Að­sóknar­met slegið í lögreglunám

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð.

Innlent

Yfir hundrað látnir í Texas

Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. 

Erlent

Lög­reglan lýsir eftir Hebu Ýr

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hebu Ýr Pálsdóttur Hillers, 33 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu á laugardag.

Innlent

„Þetta er bara hálf­kák og ekkert annað“

Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda.

Innlent