Fréttir

Skæður hakkara­hópur herjar á fram­línu­starfs­menn

Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. 

Innlent

„Býsna margt orðið grænmerkt“

Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin.

Innlent

Nikkurnar þandar á Reyðar­firði alla helgina

Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið.

Innlent

Konan er fundin

Konan sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Tuttugu þing­menn mættu ekki á þingfund

Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni.

Innlent

Búið að boða til nýs fundar

Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu.

Innlent

Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumar­búðum vegna flóða

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað.

Erlent

Fínasta veður um land allt

Í dag verður hægt vaxandi vestanátt, 5-10 metrar á sekúndu eftir hádegi, en 8 til 13 seinnipartinn og 10-15 norðvestantil undir kvöld.

Veður

Lítill munur á bitum bit­mýs og lúsmýs

Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi.

Innlent

Inga mundaði skófluna við Sól­tún

Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027.

Innlent

Nýtt banka­ráð Seðla­bankans skipað

Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður.

Innlent

Sósíal­istum bolað úr Bol­holti

Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu.

Innlent

Lokametrar, bútasaumur og Starbucks

Viðræður formanna þingflokka um afgreiðslu mála fyrir þinglok virðast á lokametrunum. Atvinnuveganefnd var kölluð saman síðdegis til að fara yfir spurningar sem hafa komið upp um veiðigjöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum á Sýn og förum yfir nýjustu tíðindi.

Innlent

Veiðigjaldið aftur í nefnd og við­ræður komnar á lokametra

Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um.

Innlent

Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf.

Innlent