Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. Innlent 3.3.2025 13:41
Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins. Innlent 3.3.2025 13:23
Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Lögregla var kölluð til í Breiðholti um hádegisbil í dag vegna einstaklings sem féll niður af svölunum í fjölbýlishúsi. Innlent 3.3.2025 12:48
Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið. Innlent 3.3.2025 10:27
Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. Innlent 3.3.2025 10:12
Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins Innlent 3.3.2025 09:12
Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni. Innlent 3.3.2025 08:54
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, er látin, 77 ára að aldri. Innlent 3.3.2025 08:23
Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Björgunarsveitir á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út eftir boð bárust frá manni sem hafði lent í ógöngum á Hólmatindi um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Innlent 3.3.2025 08:12
Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem starfsmenn höfðu komið að manni inni á afgirtu svæði í Hafnarfirði. Innlent 3.3.2025 06:39
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. Innlent 3.3.2025 06:28
Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. Innlent 3.3.2025 00:03
Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. Innlent 2.3.2025 22:19
Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjór gengur víða á land og hefur valdið tjóni á Seltjarnarnesi, Granda og við Sörlaskjól vestur í bæ í kvöld. Flætt hefur til að mynda yfir hringtorgið við Eiðsgranda. Innlent 2.3.2025 21:35
Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Gjöf frá fyrrum leiðtoga Sovíetríkjanna var seldur á eina og hálfa milljón krónur á uppboði. Samband ungra sjálfstæðismanna stóð að uppboðinu. Innlent 2.3.2025 20:33
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Innlent 2.3.2025 20:07
Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Ný lögreglustöð hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal, sem mikil ánægja er með enda tilgangurinn að efla löggæslu á svæðinu og tryggja öryggi íbúa og ferðamanna. Sex lögreglumenn starfa á stöðinni. Innlent 2.3.2025 20:04
Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins á sögulegum landsfundi og er þar með fyrsti kvenkyns formaður flokksins. Aðeins nítján atkvæðum munaði á Guðrúnu og mótframbjóðanda hennar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Innlent 2.3.2025 18:22
Tvær bílveltur með stuttu millibili Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu. Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 2.3.2025 17:59
„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur. Innlent 2.3.2025 17:41
„Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Við tekur samstarf hans og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, nýkjörins formanns flokksins. Innlent 2.3.2025 15:01
Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar í gær. Innlent 2.3.2025 14:34
„Sigur er alltaf sigur“ Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar. Innlent 2.3.2025 14:07
Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið. Innlent 2.3.2025 14:03