Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Aserar og Armenar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að koma á varanlegum friði eftir blóðug átök sem staðið hafa yfir með hléum frá upplausn Sovétríkjanna. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington í dag og með milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 9.8.2025 00:05
Geimfari Apollo 13 látinn Jim Lovell geimfari er látinn 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar. Erlent 8.8.2025 22:52
Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Erlent 8.8.2025 22:26
Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent 8.8.2025 21:27
Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Simon Patterson, fyrrverandi eiginmaður morðingjans Erin Patterson, er sannfærður um að hún hafi að minnsta kosti þrisvar reynt að drepa hann með mat, áður en hún banaði foreldra hans og móðursystur með eitruðum sveppum. Erlent 8.8.2025 10:15
Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hefur greitt 10,8 milljónir evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, í samstöðustyrki til rússneskra knattspyrnuliða frá því að þeim var bannað að taka þátt í Evrópukeppnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlent 8.8.2025 08:14
Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Lögregla í Þýskalandi sektaði á dögunum ökumann fyrir að aka á 321 kílómetra hraða á hraðbraut. Erlent 8.8.2025 07:26
Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Bandaríkjamenn ætla að flýta áætlunum sínum sem snúa að því að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stendur til að koma kljúfi til tunglsins fyrir árið 2030 og stendur til að nota hann til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Erlent 8.8.2025 07:02
Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Þjóðaröryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt svæðið í einhverja mánuði, þar til því yrði komið undir stjórn „vinveittra“ araba. Erlent 8.8.2025 06:28
Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. Erlent 7.8.2025 23:58
Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir en nú er hann orðinn að veruleika. Athafnahjónin Mike og Anette Nicolaisen sem reka ferðaþjónustuveldi í Tasiilaq segja Austur-Grænlendinga upplifa sig afskipta og krefjast aðgerða. Erlent 7.8.2025 20:50
Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegu framboði í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir. Erlent 7.8.2025 17:45
Neitar að hitta Pútín án Selenskís Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður þeirrar skoðunar að hann muni ekki funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, án þess að Pútín hitti einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Pútín sjálfur sagði í dag að það kæmi ekki til greina en nokkur óvissa ríkir um mögulegan fund Pútíns og Trumps. Erlent 7.8.2025 16:29
Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Súdanski herinn gerði á dögunum loftárás á flugvöll í Darfurhéraði sem beindist sérstaklega að herflugvél sem talið er að hafi verið í eigu herafla Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Flugvélinni var grandað og með henni fórust að minnsta kosti fjörutíu málaliðar frá Kólumbíu, sem furstadæmin eru sögð hafa ráðið til að styðja uppreisnarmenn í Súdan. Erlent 7.8.2025 14:59
Geislasverð Svarthöfða til sölu Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna. Erlent 7.8.2025 13:30
Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Erlent 7.8.2025 11:14
Fúlsaði við þriggja forseta fundi Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. Erlent 7.8.2025 10:11
Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Lögmenn Kathleen Folbigg segja miskabætur sem yfirvöld í Ástralíu hafa boðið henni eftir að hún var fangelsuð að ósekju í 20 ár ósanngjarnar og óréttlátar. Erlent 7.8.2025 09:46
Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið grænt ljós á brúarframkvæmdir sem munu þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Brúin yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Erlent 7.8.2025 08:55
„Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Eldri kona er látin og að minnsta kosti eins er saknað í gróðureldum sem nú geisa í suðurhluta Frakklands. Forsætisráðherrann François Bayrou heimsótti Aude í gær, þar sem eldarnir hafa brunnið á svæði sem er stærra en París. Erlent 7.8.2025 07:24
Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir aðeins 1,5 prósent af ræktarlandi á Gasa enn aðgengilegt og nýtanlegt. Erlent 7.8.2025 07:06
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 6.8.2025 21:05
Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Stytta af brjóstgóðri hafmeyju sem stendur við Drageyri rétt sunnan við Kaupmannahöfn verður tekin niður eftir fjölmargar kvartanir þess efnis að hún sé of kynferðisleg. Erlent 6.8.2025 17:32
Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. Erlent 6.8.2025 16:55
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Erlent 6.8.2025 16:12