Erlent Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Erlent 6.8.2025 15:32 Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum. Erlent 6.8.2025 13:18 Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. Erlent 6.8.2025 13:17 Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Erlent 6.8.2025 11:12 Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil. Erlent 6.8.2025 11:09 Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Lík manns sem hvarf fyrir rúmum 28 árum fannst nýverið í afskekktum dal í austurhluta Pakistan. Smali gekk fram á líkið sem kom undan hopandi jökli og þykja líkamsleifarnar merkilega vel varðveittar. Erlent 6.8.2025 10:17 Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Erlent 6.8.2025 08:11 Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum. Erlent 6.8.2025 06:58 Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. Erlent 6.8.2025 06:44 Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil. Erlent 5.8.2025 22:51 Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagðist í viðtali á dögunum nota gervigreindartól á borð við ChatGPT og LeChat í embættisstörfum sínum. Fyrir það hefur hann verið gagnrýndur þar í landi. Erlent 5.8.2025 21:26 Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Vanræksla við hönnun, vottun og viðhald kafbátarins Títans ollu því að hann fórst í skoðunarferð að Titanic sumarið 2023, samkvæmt skýrslu sem birt var í dag. Erlent 5.8.2025 16:57 Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Erlent 5.8.2025 15:49 Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Stjórnvöld vestanhafs hyggjast ráðast í tilraunaverkefni þar sem ferðamönnum frá ákveðnum ríkjum verður gert að leggja fram allt að 15.000 dala tryggingu áður en þeir koma til Bandaríkjanna. Erlent 5.8.2025 07:40 Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. Erlent 5.8.2025 07:11 Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 5.8.2025 06:39 Neitað um lausn gegn tryggingu Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Erlent 5.8.2025 06:39 Bolsonaro í stofufangelsi Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Erlent 4.8.2025 22:25 Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. Erlent 4.8.2025 13:57 Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Erlent 4.8.2025 11:45 Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. Erlent 4.8.2025 10:08 Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Erlent 4.8.2025 09:43 Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. Erlent 4.8.2025 09:07 Tugir drukknuðu og margra enn saknað 68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað. Erlent 4.8.2025 08:06 Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3.8.2025 23:30 Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Hamasliðar segja að þeir séu tilbúnir að vinna með Rauða krossinum til að flytja hjálpargögn til gíslanna sem þeir hafa í haldi sínu á Gasa að því gefnu að Ísraelsmenn uppfylli nokkur skilyrði. Erlent 3.8.2025 22:46 Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Áhorfandi á Oasis-tónleikum lést þegar hann féll úr talsverðri hæð á á Wembley-vellinum í Lundúnum í gær. Erlent 3.8.2025 22:03 Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Eldfjallið Krasheninnikov á Kamtjakkaskaga í Rússlandi byrjaði að gjósa í morgun, í fyrsta sinn um sex hundruð ár. Er það eftir gífurlega kröftugan jarðskjálfta fyrr í vikunni og fleiri eftirskjálfta. Erlent 3.8.2025 14:42 Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17 Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Erlent 3.8.2025 11:22 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Erlent 6.8.2025 15:32
Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum. Erlent 6.8.2025 13:18
Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. Erlent 6.8.2025 13:17
Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Erlent 6.8.2025 11:12
Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil. Erlent 6.8.2025 11:09
Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Lík manns sem hvarf fyrir rúmum 28 árum fannst nýverið í afskekktum dal í austurhluta Pakistan. Smali gekk fram á líkið sem kom undan hopandi jökli og þykja líkamsleifarnar merkilega vel varðveittar. Erlent 6.8.2025 10:17
Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Erlent 6.8.2025 08:11
Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum. Erlent 6.8.2025 06:58
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. Erlent 6.8.2025 06:44
Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil. Erlent 5.8.2025 22:51
Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagðist í viðtali á dögunum nota gervigreindartól á borð við ChatGPT og LeChat í embættisstörfum sínum. Fyrir það hefur hann verið gagnrýndur þar í landi. Erlent 5.8.2025 21:26
Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Vanræksla við hönnun, vottun og viðhald kafbátarins Títans ollu því að hann fórst í skoðunarferð að Titanic sumarið 2023, samkvæmt skýrslu sem birt var í dag. Erlent 5.8.2025 16:57
Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Erlent 5.8.2025 15:49
Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Stjórnvöld vestanhafs hyggjast ráðast í tilraunaverkefni þar sem ferðamönnum frá ákveðnum ríkjum verður gert að leggja fram allt að 15.000 dala tryggingu áður en þeir koma til Bandaríkjanna. Erlent 5.8.2025 07:40
Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. Erlent 5.8.2025 07:11
Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 5.8.2025 06:39
Neitað um lausn gegn tryggingu Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Erlent 5.8.2025 06:39
Bolsonaro í stofufangelsi Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Erlent 4.8.2025 22:25
Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. Erlent 4.8.2025 13:57
Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Erlent 4.8.2025 11:45
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. Erlent 4.8.2025 10:08
Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Erlent 4.8.2025 09:43
Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. Erlent 4.8.2025 09:07
Tugir drukknuðu og margra enn saknað 68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað. Erlent 4.8.2025 08:06
Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3.8.2025 23:30
Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Hamasliðar segja að þeir séu tilbúnir að vinna með Rauða krossinum til að flytja hjálpargögn til gíslanna sem þeir hafa í haldi sínu á Gasa að því gefnu að Ísraelsmenn uppfylli nokkur skilyrði. Erlent 3.8.2025 22:46
Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Áhorfandi á Oasis-tónleikum lést þegar hann féll úr talsverðri hæð á á Wembley-vellinum í Lundúnum í gær. Erlent 3.8.2025 22:03
Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Eldfjallið Krasheninnikov á Kamtjakkaskaga í Rússlandi byrjaði að gjósa í morgun, í fyrsta sinn um sex hundruð ár. Er það eftir gífurlega kröftugan jarðskjálfta fyrr í vikunni og fleiri eftirskjálfta. Erlent 3.8.2025 14:42
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17
Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Erlent 3.8.2025 11:22